Á Kanarí

Sigga a KanariJæja elskurnar mínar, núna höfum við verið á Lanzarote í heila viku og önnur vika er eftir. Mín komin með þvílíkan lit að maður maður þarf líklega að fá nýtt vegabréf. Álfurinn hefur verið duglegur að nota sólarvörn þangað til í gær, að hann prófaði einn dag án varnar. Það fór ekki vel og hann fuðraði næstum upp.

Hérna sest maður niður með bjór og fartölvu á barnum og splæsir í eina færslu. Hótelið sem við erum á, Papagayo Arena resort er sennilega flottasta hótelið sem ég hef gist á. Þetta er í raun eins og lítið þorp. Hótelið er á risastóru svæði og gengur 5 hæðir niður. Við erum á mínus fjórðu hæð. Allt er innifalið í verðinu, matur og drykkir og maður hefur varla lyft veskinu. Það kemur sér nú aldreilis vel núna, sérstaklega þegar Evran er komin í 131 krónu.

Guðbrandur frændi álfsins, og fjölskylda hans eru hérna líka. Þau vissu ekki að við ætluðum í sömu ferð og við komum þeim á óvart í Leifsstöð á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir brottför. Þau voru á öðru hóteli en þegar þau komu í heimsókn til okkar þá báðu þau strax um færslu og fluttu sig yfir á okkar hótel í gær. Nú geta krakkarnir hugsað um sig sjálfir og þurfa ekki að biðja um pening eða leyfi til að fá sér ís eða drykki. Allir með armband og geta fengið sér allt sem þá lystir hvenær sem hentar.

Jæja við splæsum inn nýjum myndum þegar við komum heim í næstu viku.  Kveðja, Sigga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigga tútta og álfur! Gaman að heyra af ykkur. Njótið vel :) bkv Alda

Alda (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:29

2 identicon

Hér er náttúrulega búin að vera dúndurblíða síðan þið fóruð. Maður á nú ekki þessu að venjast í svona langan tíma.

Góða skemmtun og kveðja til allra á Kanarí !

Kv. Sigga

Sigga frænka (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

ooo...æði....hafðu það gott í sólinni....

Agnes Ólöf Thorarensen, 28.6.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Linda litla

Svona á lífið að vera. Ég fór til Kúbu í desember síðast liðinn og þar var einmitt allt innifalið.... það var geðveikt.

skemmtið ykkur vel og njótið þess að liggja í sólinni.

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Njóttu vel auknabliksins það varir ekki lengi........

kær kveða erla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband