Ætli ég fái gám eða pappakassa Jóhanna ?

Mig langar að halda áfram að tala um gjörninga þá sem við göngum í gegn um núna . Eins og staðan liggur fyrir mér og mörgum í kringum mig  er að við sjáum ekki fram á að geta borgað skuldir okkar . Það er ekki mér að kenna ég var búin að gera plön sem öll eru farin út um þúfur .

Ég er búin að skoða leiðir til að komast ekki í vanskil, allur eignarhluti minn er horfinn, allt sparifé mitt er farið . Ég skoðaði svo frystingu hjá íbúðalánasjóði ,og bara sá tími sem það tekur að skoða hvort ég sé nógu illa stödd veldur því að ég fer í vanskil , og sjáið svo hér 

Skilyrði fyrir frestun greiðslna:

  1. Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða öðrum ófyrirséðum atvikum.
  2. Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika.
  3. Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu.
  4. Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum rúmist innan greiðslugetu.
  5. Að lán sé í skilum.


Þannig strax í 5 lið er þetta úr gildi ,Þessi leið er semsagt ekki fær . Frábært með öll fögru orðin . 

Svo er það sætt að sjá að þeir selja fasteignir sem þeir taka af fólki þarna líka , en verði maður gerður gjaldþrota þá kaupir maður ekki svo glatt , Finnst ykkur þetta  ekki krúttlegt GetLost 

Ég á ekki Flatskjá, ekki Bang eitthvað hljóðkerfi og ekki Eye eitthvað phone , ég á bíl sem er á myntkörfuláni og Lýsing vil hann ekki . 

Gámarnir fyrir útigangsmennina, það gekk nú ekkert smá illa að fá þá og því er ekki enn lokið , gott væri að ríkisstjórn og bæjaryfirvöld myndu nú drífa í því að panta fleiri og finna lóðir undir þá , því eins og frammistaða þeirra er þá mun þurfa svæði á stærð við Árbæ, Breiðholt og jafnvel Kópavog undir gámabyggðina eða pappakassana .

Mér finnst líklegast að þetta verði pappakassar því ekkert verður jú fjármagnið því bankarnir og fjármagnseigendur ,vinir og vandamenn þurfa jú sitt við skiljum það alveg , við sem erum bara venjulegir skattgreiðendur hér höfum ekkert að gera við meira en pappa , við erum ekki þjóðin að þeirra mati, það eru allt aðrir og þeir flestir með lögheimili í útlöndum 

gamur.jpg

Þetta er frétt frá 14 júlí gamur_2_765953.jpg

Það hefur tafist um rúmt ár að taka í notkun smáhýsi fyrir útigangsfólk sem Reykjavíkurborg ætlaði að láta reisa. Eitt hús var reist fyrir ári og stendur autt á lóð  byggingaverktakans í Reykjavík þar sem borgin hefur ekki getað útvegað lóð fyrr en núna. Efni í fjögur önnur hús er geymt í gámi á lóð byggingafyrirtækisins.

Tugir útigangsmanna og kvenna bíða eftir húsnæði og eiga ekki í önnur hús að venda nema Konukot og Næturskýlið í Þingholtsstræti en þeir staðir hafa opið yfir nóttina en bjóða ekki upp á, að fólk geti verið heima á daginn. Fjöldi stjórnmálamanna hefur heimsótt smáhýsið eftir að það var byggt, lagst í rúmið, sest við borðið og látið í ljós velþóknun á húsnæðinu.

Loksins eftir að heilt ár er liðið og væntanlegir íbúar hafa gengið úti í misjöfnu veðri, hefur fengist lóð á leigu við Fiskislóð úti á Granda. Stefnt er að því að tvö hús verði tilbúin í September og önnur tvö fyrir áramót.

 

 Frétt frá 18 júlí 2008 ( takið eftir um hásumar - samt var þetta hægt )

Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja

Munið þið eftir þessu? Þetta tók ekki langan tíma og nú spyr ég voru þeir í skilum og skulduðu þau ekki neitt ? Hver heimilaði þetta ? Eru aðrar reglur fyrir þá?

Nóg í bili 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband