16.7.2009 | 09:52
Tíska
Ég er orðin lang þreytt á dægurþrasi og ákvað því að blogg ekki .
En nú langar mig að ræða eitt við ykkur , hafið þið spáð í það hvers vegna hönnuðir og það fólk sem mótar tískuna og fjallar um hana og gagnrýnir er svona laust við kynþokka .
Hér er ég sérstaklega að spá í konur ,þær eru flestar ógreiddar og ómálaðar ,eins og þær vilji vera kynlausar ,klíndur varalitur druslulegur klæðnaður ,svona einhver árátta að láta það ekki sjást að það stjórnist af tísku .
Silvía frá Fendi hefði mátt mála sig og kannski líta í spegill áður en hún gekk út og lét mynda sig með Kate Moss.
Falleg kona Silvia en þarf ekki að vera í felum þótt hún vinni við tísku .
Nokkrir sem vinna við tísku eru meðvitaðir um þetta og láta ekki sjá sig nema í topp standi án þess að vera eins og trúðar ,þessar konar það skín af þeim kynþokki og sjálfstraust og hér á ég við Donnu Karen fatahönnuð og Anne frá Vogue .
Fallegar konur . Nóg í bili bæ
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 21:09
Afi minn var skotinn!
Í einum þætti fóstbræðra var því lýst þegar aðstandendur fóru með Afann út í hraun og veltu því fyrir sér hvað væri best að gera, það var of dýrt að hafa hann á hjúkrunarheimili og það skásta var að skjóta hann .
Við sáttum heima fjölskyldan og horfðum á , allt í einu argar sonur minn þá 13 ára mamma mamma þeir ætla að skjóta Afa og það reyndist rétt , hér var Afi Dengsi heitinn kominn út í hraun og það átti að skjóta hann , þetta var ekki fyndið þegar þetta stendur manni næri .
Ég get ekki haldið kjafti lengur ,grét yfir fréttum í kvöld að sjá gamalt grátandi fólk er hræðilegt .
Hvað er að þér Guðlaugur Þór , að rífa gamalt fólk af hjúkrunarheimilum og senda á sambýli .
Ætlar þú að standa fyrir fjöldaaftökum næst ,hvað gengur þér til ?. Þetta fólk er búið að þola nóg byggði upp þetta land með höndum tveim .Sýndu þeim virðingu og hjúkraðu því ,sé það veikt , Vogaðu þér ekki að henda þessu fólki út , láttu heldri borgara í friði , við sem erum á þínum aldri tökum frekar á okkur skellinn ,við erum heilbrigð og eigum möguleika á að bjarga okkur, heldri borgarar eru búnir að skila sínu og eiga þann rétt að fá að vera í friði og þægindum og að búa við virðingu síðustu æviárin
Ég sé þig í anda í sama herbergi og fjórir aðrir með eina mynd af stórfjölskyldunni á náttborðinu, ef náttborðið kemst fyrir annars er hún látinn undir rúmið .
Skammist ykkar ráðamenn og þeir sem tóku þessar ákvarðanir á Norðurlandi og í Hafnarfirði. Það sama mun örugglega verða reynt annars staðar
Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2009 | 20:18
Ætli ég fái gám eða pappakassa Jóhanna ?
Mig langar að halda áfram að tala um gjörninga þá sem við göngum í gegn um núna . Eins og staðan liggur fyrir mér og mörgum í kringum mig er að við sjáum ekki fram á að geta borgað skuldir okkar . Það er ekki mér að kenna ég var búin að gera plön sem öll eru farin út um þúfur .
Ég er búin að skoða leiðir til að komast ekki í vanskil, allur eignarhluti minn er horfinn, allt sparifé mitt er farið . Ég skoðaði svo frystingu hjá íbúðalánasjóði ,og bara sá tími sem það tekur að skoða hvort ég sé nógu illa stödd veldur því að ég fer í vanskil , og sjáið svo hér
Skilyrði fyrir frestun greiðslna:
- Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða öðrum ófyrirséðum atvikum.
- Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika.
- Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu.
- Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum rúmist innan greiðslugetu.
- Að lán sé í skilum.
Þannig strax í 5 lið er þetta úr gildi ,Þessi leið er semsagt ekki fær . Frábært með öll fögru orðin .
Svo er það sætt að sjá að þeir selja fasteignir sem þeir taka af fólki þarna líka , en verði maður gerður gjaldþrota þá kaupir maður ekki svo glatt , Finnst ykkur þetta ekki krúttlegt
Ég á ekki Flatskjá, ekki Bang eitthvað hljóðkerfi og ekki Eye eitthvað phone , ég á bíl sem er á myntkörfuláni og Lýsing vil hann ekki .
Gámarnir fyrir útigangsmennina, það gekk nú ekkert smá illa að fá þá og því er ekki enn lokið , gott væri að ríkisstjórn og bæjaryfirvöld myndu nú drífa í því að panta fleiri og finna lóðir undir þá , því eins og frammistaða þeirra er þá mun þurfa svæði á stærð við Árbæ, Breiðholt og jafnvel Kópavog undir gámabyggðina eða pappakassana .
Mér finnst líklegast að þetta verði pappakassar því ekkert verður jú fjármagnið því bankarnir og fjármagnseigendur ,vinir og vandamenn þurfa jú sitt við skiljum það alveg , við sem erum bara venjulegir skattgreiðendur hér höfum ekkert að gera við meira en pappa , við erum ekki þjóðin að þeirra mati, það eru allt aðrir og þeir flestir með lögheimili í útlöndum
Það hefur tafist um rúmt ár að taka í notkun smáhýsi fyrir útigangsfólk sem Reykjavíkurborg ætlaði að láta reisa. Eitt hús var reist fyrir ári og stendur autt á lóð byggingaverktakans í Reykjavík þar sem borgin hefur ekki getað útvegað lóð fyrr en núna. Efni í fjögur önnur hús er geymt í gámi á lóð byggingafyrirtækisins.
Tugir útigangsmanna og kvenna bíða eftir húsnæði og eiga ekki í önnur hús að venda nema Konukot og Næturskýlið í Þingholtsstræti en þeir staðir hafa opið yfir nóttina en bjóða ekki upp á, að fólk geti verið heima á daginn. Fjöldi stjórnmálamanna hefur heimsótt smáhýsið eftir að það var byggt, lagst í rúmið, sest við borðið og látið í ljós velþóknun á húsnæðinu.
Loksins eftir að heilt ár er liðið og væntanlegir íbúar hafa gengið úti í misjöfnu veðri, hefur fengist lóð á leigu við Fiskislóð úti á Granda. Stefnt er að því að tvö hús verði tilbúin í September og önnur tvö fyrir áramót.
Frétt frá 18 júlí 2008 ( takið eftir um hásumar - samt var þetta hægt )
Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja
Munið þið eftir þessu? Þetta tók ekki langan tíma og nú spyr ég voru þeir í skilum og skulduðu þau ekki neitt ? Hver heimilaði þetta ? Eru aðrar reglur fyrir þá?
Nóg í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 22:34
Gott að vera glæpamaður á Íslandi (Sönn saga)
Öllum greiðslukortunum mínum var stolið í einkasamkvæmi nýlega. Veskið fannst úti í horni, bara starfsmannaskírteinið mitt var eftir í því. Greinilega gengið hreint til verks og fýsileg kort tekin. Ég uppgötvaði það sem betur fer tímanlega og lét loka þeim.
Samt var debetkortið mitt notað minnst þrisvar eftir það. Óþægileg tilfinning sem fer ekkert svo auðveldlega. Samtals er fjárhagstjónið komið upp í 15 þúsund krónur.
Fljótlega gat ég séð inni í einkabankanum mínum að meðal annars hafði verið greitt með kortinu mínu í leigubíl. Þar var nákvæm tímasetning og meira að segja leyfisnúmer leigubílsins.
Jæja, þarna hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Ég var handviss um að ég væri komin á sporið og gæti nú haft uppi á þrjótnum með einu eða tveimur símtölum þar sem um einkasamkvæmi var að ræða. Ákveðnir aðilar koma til greina, samkvæmt upplýsingum sem eru mjög trúverðugar.
En auðvitað fer maður ekkert að bera svona sakir á borð að óathuguðu máli svo ég hringdi í leigubílastöðina og bað um að fá samband við leigubílstjórann. Ég þurfti bara að fá svar við tveimur spurningum. Hverjir brottfarar- og áfangastaðir hafi verið á þessum tiltekna tíma og persónulýsingu á þeim sem greiddi með kortinu.
Ég var svo vitlaus að vera heiðarleg í símann og segja að þetta væri út af stolnu korti. Ég hefði betur kynnt mig sem farþega sem skuldaði leigubílnum pening.
"Þú verður að kæra þjófnaðinn og svo verður löggan að fá þessar upplýsingar hjá okkur" var svarið sem ég fékk hjá almennilegri konu sem svaraði en hún bætti við:
"Ég er reyndar með þessar upplýsingar hérna fyrir framan mig en hendur mínar eru bundnar. Ég má ekkert segja, löggan verður að biðja um þessar upplýsingar."
Svo ég fór og kærði.
Hringdi og var sagt að koma niður á lögreglustöð. Mætti niður á Hverfisgötu.
"Nei þú þarft að fara upp á Rauðarárstíg í fjársvikadeildina og kæra þetta þar." var mér sagt. Ég þangað.
"Nei þú þarft fyrst að fara í bankann og fá útskrift á umræddum kortafærslum og véfengir þar færslurnar. Svo kemurðu hingað og kærir."
OK, frábært. Það er svona assgoti auðvelt að kæra. Þessi prósess tók nú ekki nema tvo tíma eða svo.
Ég kom til baka með öll gögn og lagði fram formlega kæru. Spurði svo lögreglumanninn:
"Jæja, ætlarðu þá ekki að hringja í leigubílstjórann?"
"-Nei, til hvers?" var svarið.
"Nú, mig langar að vita hvort grunur minn er á rökum reistur. Ég væri líka alveg til í að fá gjafakortin mín til baka sem voru líka tekin, svo ekki sé minnst á að láta óþokkann gjalda fyrir glæp sinn." sagði ég.
"Þú getur látið heimilistrygginguna bæta þér gjafakortin"
Ég fattaði svo síðar að það gengur auðvitað aldrei upp. Sjálfsábyrgð þeirrar tryggingar er of há til að bæta það.
"Hvað ef ég vil láta ná þessu hyski og fá gjafakortin til baka? Það hlýtur að vera minn réttur?"
- "Þú þarft ekkert að gera meira, þú ert búin að kæra og færð þess vegna greidda til baka upphæðina sem hefur verið tekin út af kortinu þínu. Það er núna í höndum þeirra sem tóku við greiðslunum að greiða þér til baka og kæra svo misnotanda kortsins" bætti þessi annars geðþekki lögreglumaður við.
Jaaaá. Auðvitað. Kjáni get ég verið.
"Og hvert verður þá næsta skref hjá ykkur?" spurði ég.
"Við sendum núna bréf á leigubílastöðina og þá staði þar sem greitt var með kortinu. Þeir taka ákvörðun um hvort þeir kæra."
"En leigubílastöðin býst við símtali frá þér"
Það skipti lögregluna engu máli.
Svona er þetta þá. Forráðamenn þeirra staða sem taka við greiðslum með stolnum kortum hljóta að eyða einhverjum vikum á hverju ári í þennan prósess að kæra svona þjófa. Ehhh, ég er ekki viss.
Ég var á þessum tímapunkti alveg búin að fá nóg, gat ekki tekið við meira veseni og vildi bara láta þetta gott heita. Skítt með gjafakortin sem ég og maðurinn minn fengum í jólagjöf. Ég fæ þó hitt til baka.
En maðurinn minn er með þráhyggju og var ekki sáttur. Réttlætiskenndinni var ofboðið.
Hann hringdi aftur í leigubílastöðina og gerði aðra tilraun. Sama svar.
"Löggan verður að biðja um þessar upplýsingar"
Fleiri hindranir
En við vorum ekki búin að hlaupa á alla veggina sem hægt er að hlaupa á. Nú tók maðurinn minn upp á því að hringja í kunningja sinn sem keyrir leigubíl fyrir sömu stöð. Nú átti að reyna krókaleiðir.
Kunninginn hringir skömmu síðar til baka með þær upplýsingar að eigandi umrædds leigubílaleyfis vilji ekki koma nálægt þessu máli.
Þar höfum við það.
Glæpamenn ættu að vera bara nokkuð öruggir hérna á Íslandi.
Þarna er komin enn ein leiðin til að brúa bilið í kreppunni. Nú förum við bara og stelum greiðslukortum alveg villt og galið. Kaupum í matinn og svona og annað sem telur í heimilisbókhaldinu. Það er ekki séns að við verðum tekin fyrir það.
Ég meina, eftir allt saman þá er ekki einu sinni hægt að nappa nokkra menn sem drógu að sér mörg þúsund milljarða og settu Ísland á hausinn.
Glæpir borga sig. Það er sönn saga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2008 | 14:48
ALEXANDRA ÓSK HEITIR ÖMMU PRINSESSAN
Hún var skírð þann 6 des og fékk það fallega nafn Alexandra Ósk .
Nú er maður 3 mánaða og farin að láta heyra í sér .
Jól jól jól
Gleðileg jól öll
Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 16:10
Já við erum líkar LOL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 22:18
Prinsessan 2 mán
Elsku prinsessan mín er 2 mán í dag hún er orðin 4,6kg og 53 cm . Þessi elska stækkar og stækkar og er svo hraust .
Amma hefur ekki getað heimsótt hana því hún er búin að vera svo kvefuð .
En um leið og það hættir kem ég hlaupandi og knúsa hana .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 20:50
Prinsessan er að nálgast 4 kg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 15:55
Prinsessan komin heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2008 | 10:01
Prinsessan stækkar og stækkar
Nú er yndið mitt orðin 10 merkur og 48 cm hún er svo dugleg að drekka . nú er hún laus við sonduna og tekur bæði brjóst og pela . Hún er algjört æði kjarna kona þarna á ferð .Hérna er hún hjá pabba sínum sem nú er staddur í útlöndum .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar