Fallegur dagur

Fór að heiman í myrkri , en aldrei þessu vant kom heim í björtu . Veðrið er yndislegt, hugsaði um það alla leið heim hversu frábært væri nú að eiga hund hefði ég þá afsökun til að fara út að ganga.. þvílík afsökun ,. Á Sófus (skógarköttur ) sem gengur með mér þegar ég hætti mér út . Íþróttaálfurinn (Sambýlismaðurinn )er líka heima hann hefði eflaust viljað ganga með mér . Unglingurinn (yngri drengurinn) er líka heima ..en hefði ekki tekið í mál að ganga með mér . Steig út úr bílnum fyrir utan heima þvílíkur kuldi ( fór reyndar að heiman í stuttpilsi og þykkum sokkabuxum ) OK það var sól en skít kalt . Þegar inn var komið var stefnan tekin á það að skoða frystikistuna sem tilvonandi tengdapabbi lét okkur hafa ( sagði að hún væri lítill ) hún fyllir út í  þvottahúsið. Íþróttaálfurinn er búinn að ræða við frúna sem við deilum þvottahúsinu með og fékk leyfi fyrir gripnum . Ekkert úr gönguferð, Sófus liggur á hjónarúminu og hefur engan áhuga á göngu , Íþróttaálfurinn er að undirbúa sig og okkur fyrir landsleik Ísland -Danmörk . Panta pizzu sækja pizzu . Unglingurinn NEI . Þannig að nú væri gott að eiga hund .  


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband