25.11.2007 | 17:22
Jólahlaðborð daginn eftir ....
Já við fórum prúðbúin á Jólahlaðborð með vinnunni minni . Félagsskapurinn var góður og allir í hátíðarskapi . Salurinn á hótel Íslandi var komin í jólabúning , en það voru engin jólalög spiluð þegar inn var komið skrítið að heyra svífur yfir esjuna og aðra góða slagara .. jú þetta var nú einu sinni jólahlaðborð . Fordrykkur var borin fram við komu ... síðan hófst borðhald . Einhver þykkasta súpa sem ég hef bragðað og séð henni var skilað ... farið var á sviðið eftir forrétti .. þar var margt misjafnt .
Aðalrétturinn segjum bara að kalkúnninn var bestur .
Þá kemur ruglið eftirréttir bornir fram örugglega allt í lagi en mig langaði bara í kaffi já það er ekki til frásögu færandi nema afþví að það átti að rukka mig 250 kr fyrir bollan ... Halló miðin kostar 9000 og það átti að rukka sér fyrir kaffið . Tók það ekki í mál og komst upp með það .
Friðrik Ómar og Jogvan stóðu sig vel og þetta var þokkaleg skemmtun .
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.