27.12.2007 | 09:38
Jólin mín
Hátíðin hófst á laugardag , þá komu Elsa og Bolli í mat ,þau eru á leið til kanarí milli jóla og nýjárs í sól ummmmm smá öfund . Ég bauð upp á Andabringur með ávaxtasalati og sætum kartöflum ....alveg geðveikt . Rautt og hvítt og koníak á eftir ... það var líka boðið upp á eftirrétt sem engin hafði löngun í hahahah . Yndislegt kvöld með góðu fólki .
Þorláksmessa ég átti að mætta í skötu en var hálf slöpp , unglingurinn var búin að vera með ælupest og fór það ekki vel í mig , klígjan var að fara með mig . Um kvöldið gengum við Íþróttaálfurinn niður í Jólaþorp og þaðan á A Hansen og fengum okkur að borða humar og steik , Jón Páll kom með sem fylgdarsvein . Veðrið var fallegt og hátíð yfir Hafnarfirði .
Aðfangadagur.. Vaknaði snemma fékk í gjöf frá Kertasníki ..... Ilmvatn sturtusápu og body lotion . Íþróttaálfurinn fékk slopp og unglingurinn nærbuxur . Sniðugur karl hann Kertasníkir . Unglingurinn var veikur ...greyið ömurlegur dagur fyrir ælupest . Hann fór til pabba síns . Ég og íþróttaálfurinn fórum í Blönduhlíð til Tengdó í Kalkúnn , æðislegur matur og frábær félagsskapur . Sófus var heima og fékk rækjur og rjóma
Fengum fullt af fallegum hlutum og bókum . Takk fyrir okkur
Jóladagur það er yndislegt að vakna snjór yfir öllu þögn og friður . Lá og las borðaði ...svaf ... las. fórum svo í kaffiboð í Blönduhlíð . Það er allt svo yndislegt og gaman að hitta ættingja og vini . Borðaði yfir mig . Leið eins og Ali gæs sem búið er að fylla . Fórum heim og eldaði kalkúnabringur með sætum kartöflum og ávaxtasalati fyrir Frey og Erlu . Við vorum nú ekkert sérstaklega svöng Íþróttaálfurinn og ég ......
Annar í jólum Amma á afmæli 86 ára . Til hamingju elsku Amma . Venjulega er veisla og þannig er það búið að vera í 85 ár alltaf verið haldið upp á daginn . Nei Amma sem aldrei er veik fékk lungnabólgu og liggur í rúminu ... og engin veisla . Ég fór ekki úr náttfötunum allan daginn las og horfði á Sound of music .
Kv
Sigga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru búnir að vera alveg yndislegir dagar, ég held bara að ég sé sammála þér mér líður eins og ég sé fyllt aligæs.
Linda litla, 27.12.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.