Nýársfagnaður Dejavú

IMG_0021Jæja þá er ryðið að minnka og maður er svona að púsla sér saman eftir skemmtilegustu veislu ársins. Nýársfagnað Deisjara. Að þessu sinni var fagnaðurinn haldinn í sal Húnvetningafélagsins í Skeifunni og voru 58 manns samankomin og skemmtu sér og öðrum.

Sex rétta máltíð hófst á einhverri geggjuðustu humarsúpu sem borin hefur verið fram. 5 prósent að koníaksstyrkleika. Takk Solla. Frábær. Svo kom sjávarréttaplattinn, því næst grafið hreindýr að hætti Jóns Páls, svo var það innbakaða nautakjötið og að lokum franska súkkulaðikakan og kaffið og koníakið.

Jón Páll hirti flestu happdrættisvinningana, Pétur Stóribjór hélt ítarlega og innihaldsríka ræðu um kindur, fé og fjármál. Inn á milli voru sungin lög, sérvalin af Stórabjór. Lagavalið var alls ekkert klúrt að þessu sinni. Þarna voru smellir á borð við Snæfinnur hórkarl og Saddam átti syni sjö. Svo var dansað tryllt við undirleik hljómsveitarinnar, bandsins hans Sigga en hann verður einmitt í tveimur hljómsveitum þegar hann er búinn að vinna keppnina hans Bubba. Gestasöngvarar bandsins tóku sinn hvern smellinn, Stóribjór, Koníak og King tróðu þar upp.

Allir skemmtu sér eins og þeir ættu lífið að leysa þangað til á slaginu þrjú en þá var öllum grýtt út með miklu harðræði af kerlingu og jafnrugluðum karli sem eru umsjónarmenn svæðisins. Kerlingin lamdi Óla homma með álbakka auk þess sem hún hrinti hinum og þessum út sem voru að taka saman föggur sínar. Helvíti solid umsjónarmenn. Maður getur sko treyst þeim fyrir húsinu sínu ef maður fær þau til að passa það.

Engu að síður þá gnæfir yfir allt saman, þvílík skemmtun sem þetta var og við þökkum innilega fyrir okkur og bíðum spennt eftir næsta Deisa-fagnaði. Það eru komnar myndir af herlegheitunum inn í myndasafnið hérna á síðunni.

http://siggathora.blog.is/album/NyarsfagnadurDejavu/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það var ekkert smá flottur hjá ykkur maturinn. Og myndirnar...... hvar í andsk..... var ég ?? Ekkert smá stuð, ég missti af öllu.

Linda litla, 3.1.2008 kl. 00:22

2 identicon

Sæl Sigga og takk fyrir síðast.

En hvað þetta er lítið land. Ég var að lesa bloggið þitt og þú nefnir hann Dengsa afa þinn ég þekkti hann.

Ég votta þér samúð mína. Afi þinn var góður karl.

Kveðja Eva Kanafrú

Kanafrúin hún Eva (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Þetta var hreint fábær skemmtun , Eva takk fyrir síðast lítið land hvernig þekkir þú afa ?  já Villa þarf aðeins að jafna mig eftir ´síðasta djamm

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 4.1.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 32600

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband