9.1.2008 | 19:17
Bækur
Ég les mjög mikið og mínir nánustu vita það , eins les ég frekar hratt . í jólagjöf fengum við margar áhugaverðar bækur og ætla ég mér að skrifa svolítið um þær , ekki er ég bókmennta sérfræðingur en ég hef gaman að góðum bókum og langar mig að halda utan um það sem ég hef lesið og hvað mér fannst .
Fyrsta bókin er Englar dauðans eftir Þráinn Bertelsson .
Vel skrifuð hélt mér allan tíman hröð atburðarrás . Svolítið skrítið að lesa bók með öllum þessum austur evrópsku persónum og nöfnin maður minn man ekki eitt eftir lestur .
Bókin góð .
Önnur bók Aska eftir Yrsu Sigurðar.
Ótrúleg bók ,lifandi vettvangur , gaman að upplifa Vestmanneyjar sem vettvang glæps ,skemmtileg flétta vel skrifuð . Drottning glæpasagna . Hélt mér allan tíman las á eini helgi þegar íþróttaálfurinn var í útlöndum .
Frábær bók
Þriðja bók Dauðrabýlið eftir Patricia Cornwell.Þýðing Atli Magnússon
Ég er búin að lesa allar þýðingar á bókum eftir CornWell og alltaf verið ánægð og það er ég líka núna . Þetta eru eflaust ekki bækur fyrir alla en ég elska svona bækur hrollvekjandi glæpasögur ,lýsingar á vettvangi eru afbragð og öll smáatriði tekinn fyrir þannig að allt er ljóslifandi í huga manns spennan gríðarleg . Meistari glæpasagna . Ef þið hafið gaman af glæpasögum og aldrei lesið -----þá er þessi höfundur möst , vá
Frábær bók sem ég á eftir að lesa aftur og aftur eins og allar hinar .
Meira síðar
Sigga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 32600
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.