Reykingar-Rasistar

cigarette2Varð fyrir sérkennilegri reynslu í dag . Stóð úti með vinkonum , það rignir (úði) ,ok ekkert um það að segja en það var líka rok þannig að við fórum í skjól í undirgang . Þarna húkkum við,  loft leikur um undirganginn þarna er mjög óþrifalegt , veggjakrot matarleifar og ýmislegt annað sem ekki er til frásagnar .  Ok við erum þarna staddar og það er reykt , Upp kemur fólk sem bíður góðan daginn , og á eftir því kemur par . Íslenskur maður og kona sem er af erlendu bergi brotin , konan bauð ekki góðan daginn.  Nei það gerði hún ekki , hún hellti yfir okkur svívirðingum eins og henni væri borgað fyrir það á einhverju máli sem var bland af íslensku og einhverju sem ég hef ekki heyrt áður .

Ef ég væri Svört og hefði verið þarna að reykja og íslendingur hellt yfir mig svívirðingum þá hefði þetta verið mál til að kæra eða hringja í útvarp jafnvel taka upp í Kompás en svo er ekki farið því ég er ekki svört og engin okkar .

Þegar maður er rasisti þá leggur maður minnihluta hóp í einelti er ekki svo ?

Þannig að Reykingar fólk er minnihluta hópur og er lagður í einelti og þess vegna eru þeir sem það gera Rasistar  .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fordómar gagnvart reykingafólki hérna eru líka komnir út í algerar öfgar. Þú nefnir hér eitt dæmi og annað sem vil ég taka fram eru starfsmenn skemmtistaða, aðallega dyraverðir. Alla vegar útfrá nýfenginni reynslu. Fór í bæinn um helgina í fyrsta sinn í einhverja mánuði. Ég spurði dyraverði á þremur stöðum út í reykinga-aðstöðu - og framkoman sem mér var sýnd fékk mig til að líða eins og ég væri stórglæpamaður. Framkoman hjá dyravörðum á Nasa, Thorvaldsen og Hressó var á þann veg að mér var ýmist ekki svarað eða þá í þeim tón að maður væri að biðja um vesen. Hressó-rasistarnir voru sínu verstir.

Síðast þegar ég fór í bæinn var þó komið kurteisislega fram við mann hvað þessi reykingamál varðar, á Gauknum en þar virðist starfsfólk þó átta sig á að um viðskipavini er að ræða sem borga launin þeirra. Já þetta pirrar mig og það með réttu.

Smokey Robinson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Já, þetta var vanhugsuð löggjöf þar sem að gleymdist að taka tillit til íslensks veðurfars og til hvers staðar fyrir sig því að þeir eru mismunandi að stærð, lögun og hvernig gesti þeir eru að fá. Einnig vantar líka viðurlögin við brotum staðana því að sumir hverjir brjóta þessi lög hverja einustu helgi og er það ekki gott. Vonandi lagar alþingi þetta áður en 7 mánaða sumarfríið þeirra rennur upp.

Pétur Kristinsson, 19.3.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Svo að ég bæti örlitlu við hérna. Ég var að vinna í nokkur ár á skemmtistöðum og þar var lögð áhersla á það að vera kurteis við kúnnann og hress svo að hann fái á tilfinninguna að staffið sé að skemmta sér líka. Greinilegt að þessi stefna er ekki við lýði á Hressó. Kannski er þetta staðarnafn öfugmæli, ætti að vera Fýló.

Pétur Kristinsson, 19.3.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Linda litla

Við erum annar flokkur, ég hef nú reyndar  ekki fundið fyrir fordómum gagnvart mínum reykingum. Kannski þorir því enginn af því að ég  er svo mikil  gribba hehehe

Linda litla, 21.3.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband