6.1.2009 | 20:18
Ætli ég fái gám eða pappakassa Jóhanna ?
Mig langar að halda áfram að tala um gjörninga þá sem við göngum í gegn um núna . Eins og staðan liggur fyrir mér og mörgum í kringum mig er að við sjáum ekki fram á að geta borgað skuldir okkar . Það er ekki mér að kenna ég var búin að gera plön sem öll eru farin út um þúfur .
Ég er búin að skoða leiðir til að komast ekki í vanskil, allur eignarhluti minn er horfinn, allt sparifé mitt er farið . Ég skoðaði svo frystingu hjá íbúðalánasjóði ,og bara sá tími sem það tekur að skoða hvort ég sé nógu illa stödd veldur því að ég fer í vanskil , og sjáið svo hér
Skilyrði fyrir frestun greiðslna:
- Að greiðsluerfiðleikar stafi af óvæntum tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni atvinnu, atvinnuleysis eða öðrum ófyrirséðum atvikum.
- Að aðrir lánardrottnar umsækjanda samþykki einnig að veita aðstoð vegna greiðsluerfiðleika.
- Að greiðslubyrði umsækjanda samkvæmt greiðslumati sé umfram greiðslugetu.
- Að greiðslubyrði umsækjanda eftir skuldbreytingu og/eða frestun á greiðslum rúmist innan greiðslugetu.
- Að lán sé í skilum.
Þannig strax í 5 lið er þetta úr gildi ,Þessi leið er semsagt ekki fær . Frábært með öll fögru orðin .
Svo er það sætt að sjá að þeir selja fasteignir sem þeir taka af fólki þarna líka , en verði maður gerður gjaldþrota þá kaupir maður ekki svo glatt , Finnst ykkur þetta ekki krúttlegt
Ég á ekki Flatskjá, ekki Bang eitthvað hljóðkerfi og ekki Eye eitthvað phone , ég á bíl sem er á myntkörfuláni og Lýsing vil hann ekki .
Gámarnir fyrir útigangsmennina, það gekk nú ekkert smá illa að fá þá og því er ekki enn lokið , gott væri að ríkisstjórn og bæjaryfirvöld myndu nú drífa í því að panta fleiri og finna lóðir undir þá , því eins og frammistaða þeirra er þá mun þurfa svæði á stærð við Árbæ, Breiðholt og jafnvel Kópavog undir gámabyggðina eða pappakassana .
Mér finnst líklegast að þetta verði pappakassar því ekkert verður jú fjármagnið því bankarnir og fjármagnseigendur ,vinir og vandamenn þurfa jú sitt við skiljum það alveg , við sem erum bara venjulegir skattgreiðendur hér höfum ekkert að gera við meira en pappa , við erum ekki þjóðin að þeirra mati, það eru allt aðrir og þeir flestir með lögheimili í útlöndum
Það hefur tafist um rúmt ár að taka í notkun smáhýsi fyrir útigangsfólk sem Reykjavíkurborg ætlaði að láta reisa. Eitt hús var reist fyrir ári og stendur autt á lóð byggingaverktakans í Reykjavík þar sem borgin hefur ekki getað útvegað lóð fyrr en núna. Efni í fjögur önnur hús er geymt í gámi á lóð byggingafyrirtækisins.
Tugir útigangsmanna og kvenna bíða eftir húsnæði og eiga ekki í önnur hús að venda nema Konukot og Næturskýlið í Þingholtsstræti en þeir staðir hafa opið yfir nóttina en bjóða ekki upp á, að fólk geti verið heima á daginn. Fjöldi stjórnmálamanna hefur heimsótt smáhýsið eftir að það var byggt, lagst í rúmið, sest við borðið og látið í ljós velþóknun á húsnæðinu.
Loksins eftir að heilt ár er liðið og væntanlegir íbúar hafa gengið úti í misjöfnu veðri, hefur fengist lóð á leigu við Fiskislóð úti á Granda. Stefnt er að því að tvö hús verði tilbúin í September og önnur tvö fyrir áramót.
Frétt frá 18 júlí 2008 ( takið eftir um hásumar - samt var þetta hægt )
Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja
Munið þið eftir þessu? Þetta tók ekki langan tíma og nú spyr ég voru þeir í skilum og skulduðu þau ekki neitt ? Hver heimilaði þetta ? Eru aðrar reglur fyrir þá?
Nóg í bili
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.