6.1.2009 | 21:09
Afi minn var skotinn!
Í einum þætti fóstbræðra var því lýst þegar aðstandendur fóru með Afann út í hraun og veltu því fyrir sér hvað væri best að gera, það var of dýrt að hafa hann á hjúkrunarheimili og það skásta var að skjóta hann .
Við sáttum heima fjölskyldan og horfðum á , allt í einu argar sonur minn þá 13 ára mamma mamma þeir ætla að skjóta Afa og það reyndist rétt , hér var Afi Dengsi heitinn kominn út í hraun og það átti að skjóta hann , þetta var ekki fyndið þegar þetta stendur manni næri .
Ég get ekki haldið kjafti lengur ,grét yfir fréttum í kvöld að sjá gamalt grátandi fólk er hræðilegt .
Hvað er að þér Guðlaugur Þór , að rífa gamalt fólk af hjúkrunarheimilum og senda á sambýli .
Ætlar þú að standa fyrir fjöldaaftökum næst ,hvað gengur þér til ?. Þetta fólk er búið að þola nóg byggði upp þetta land með höndum tveim .Sýndu þeim virðingu og hjúkraðu því ,sé það veikt , Vogaðu þér ekki að henda þessu fólki út , láttu heldri borgara í friði , við sem erum á þínum aldri tökum frekar á okkur skellinn ,við erum heilbrigð og eigum möguleika á að bjarga okkur, heldri borgarar eru búnir að skila sínu og eiga þann rétt að fá að vera í friði og þægindum og að búa við virðingu síðustu æviárin
Ég sé þig í anda í sama herbergi og fjórir aðrir með eina mynd af stórfjölskyldunni á náttborðinu, ef náttborðið kemst fyrir annars er hún látinn undir rúmið .
Skammist ykkar ráðamenn og þeir sem tóku þessar ákvarðanir á Norðurlandi og í Hafnarfirði. Það sama mun örugglega verða reynt annars staðar
Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir með þér. Það var hræðileg að fylgjast með nauðungarflutningunum á gamla fólkinu. Ég fann til og skammaðist mín fyrir það hversu lágt má leggjast.
Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:18
Ég sem hélt að þú værir að benda á nýjar sparnaðarleiðir í málefnum aldraðra.
Offari, 6.1.2009 kl. 21:20
Offari...... ekki gefa Guðlaugi hugmyndir að sparnaði maður veit ekki upp á hverju maðurinn tekur næst .
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.