Færsluflokkur: Bloggar

Youtube

Veit einhver hvernig maður setur inn Youtube myndband á bloggið?

Jólaljós

Það var mjög gott að komast til vinnu aftur í dag nóg var að gera . Nokkrar stelpur úr vinnunni voru á faraldsfæti um helgina . 3 fóru til Glascow að versla og það gerðu þær svo sannarlega , það var verið á hlaupum frá morgni til kvölds Blush Elva fór til London með eiginmanni og vinum að hitta vini mikið fjör og mikið gaman . Allir voru en mikið þreyttir Halo , fólkið er en að jafna sig . Elva gaf mér gjöf þar sem ég varð eftir á Íslandi,  þessa líka  fínu hárspöng með skrauti mjög jólalegaInLove . Það er að verða svo jólalegt í götunni minni og fannst mér að nú væri komin tími á jólaljós úti og var íþróttaálfurinn sendur út til að setja ljós á tré . Fallegt

Veikindi

Frá því á laugardag er ég búin að liggja í rúminu með hita kvef og beinverki Sick . Ekkert smá leiðindi það,er búin að horfa á endusýningar á bíómyndum á bíórásinni . Hlusta á útvarp og hljóðbók Mýrina eftir Arnald í 5 sinn . Það eru allir íbúar hér heima búnir að reyna að stjana við mig á allan hátt Birkir fór og keypti handa mér að borða ( gat þó lítið borðað ) Íþróttaálfurinn er búin að reyna sitt elda þetta kaupa hitt . Sófus er búin að liggja hjá mér allan sólarhringinn , ég trúi því alveg að kettir hafi heilunar áhrif. Sófus lá hjá mér í 20 tíma fyrsta sólarhringinn hann fór 2 fram og þá bara til að næra sig og gera þarfir sýnar . Ég er öll að koma til og ætla til vinnu á morgun .. Woundering

Óskalög Íslendinga

Og hvað svo næst ...bannað að spila klassík nema eftir íslendinga á Rás 1 . Engar þýddar bækur lesnar í kvöldsögum og engar erlendar leikgerðir fluttar . 

Tónlist er list sama á hvaða tungumáli hún er flutt .

Hvað með Kim Larsen á að banna hann líka  og hana sænsku skvísu Lisa eitthvað get ekki munað nafnið svo ekki sé nú talað um Abba á sænsku , og norsku , þýsku , pólsku, osfv...þjóðlagasveitirnar.

 Þetta er vont 

 


mbl.is Óskalög Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunur í 14 ár

ÞETTA ER EINHVER LENGSTI GRUNUR SEM ÉG HEF HEYRT UM 14 ÁR ......HALLÓ . OG BÚIÐ AÐ RANNSAKA Í RÚMT ÁR . ÞETTA GETUR EKKI VERIÐ SVONA FLÓKIÐ ...HANN ER MEÐ VIÐSKIPTAVINI OG SKRÁ YFIR ÞÁ. HRINGIÐ Í FÓLKIÐ, SKOÐIÐ ENDURGREIÐSLURNAR . EF FÓLKIÐ KANNAST EKKI VIÐ MANNINN ÞÁ ER EITTHVAÐ AÐ .

VIÐ BÚUM Á ÍSLANDI OG ÞETTA ER Á SUÐURNESJUM ...HALLÓ .

VORU ÞETTA KANNSKI OF MIKLIR PENINGAR , OG ER MAÐURINN KANNSKI  MIKILSVIRTUR Í BÆJARFÉLAGINU ?

Police SPYR SÚ SEM EKKI VEIT


mbl.is Grunur um 200 milljóna króna svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkt

Gasp Það er vonandi að maðurinn  fái viðeigandi meðferð , hann er bersýnilega mikið brenglaður . Ég tel ekki miklar líkur á því að hann hætti þessari iðju án hjálpar þetta er svo sjúkt .
mbl.is Njósnaði um leigjendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dag er…

Alþjóðlegur dagur brjálæðislega glæsilegra og geysilega gáfaðra kvenna

Því eiga allar slíkar konur skilið að fá þetta skeyti í tilefni dagsins. 
 
 Það er óþarfi að senda mér til baka þar sem ég hef þegar fengið skeytið frá einni brjálæðislega glæsilegri og geysilega gáfaðri konu!   

En mundu boðorðið:
   Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi…
Fjárans fjör sem þetta er!

Er ekki betra að taka þátt en ekki sjást?

Ég skil þetta ekki alveg , upplifi þetta sem litlar 10 ára stelpur sem fá ekki alveg að ráða leiknum og fara því í fýlu .

Þetta fyndst mér barnalegt og ekki til sóma fyrir konur og karla .

En hversvegna að kynbinda allt ? Hefði frekar viljað sjá þær mætta og vera málefnalegar (efa ekki að svo hefði verið ) en ekki fara í sandkassaleik  stelpur .


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Britney Spears

Á þessi kona enga vini eða fjölskyldu með heilbrigða skynsemi . Britney hefur verið frá því hún var barn gerð út af foreldrum sínum til þess eins að verða fræg þetta er mjög algengt í henni Ameríku  og er mjög sorglegt . Ok hún varð fræg en hvað svo konan er á hraðri niðurleið og það virðist sem engin geti tekið í taumana , það var nóg að fólki til að ýta henni út í þetta en svo virðist sem engin vilji stoppa þessa vitleysu . Hún á 2 syni sem hún ætti að berjast fyrir nei ég sæki bara ný . Er ekki eitthvað mikið að . Hún þarf að fara í algjörn heilaþvott og það þarf að setja nýtt Frown prógramm í dúkkuna.


mbl.is Britney vill ættleiða kínverska tvíbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsætur

Þetta er alveg sorglegt , hún er fyrirmynd margra stúlkna  og drengir horfa á hana með aðdáun .

Var hún ekki að fá nýjan samning um að vera andlit einhvers og hér heima er mikið auglýst að Kate Moss línan sé komin í Top Shop .

Persónuleg finnst mér að það ætti ekki að nota þessa konu lengur , eða ekki fyrr en hún hefur sannað að hún standi undir nafni sem fyrirmynd . Devil

 


mbl.is Moss enn í dópinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 32603

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband