Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2007 | 09:04
Síðasti vinnudagur fyrir jól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2007 | 09:03
Búin að næstum öllu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 08:21
Jólin koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 19:47
Bless Afi minn
Hann afi minn Dengsi er sofnaður svefninum langa , hann dó í svefni í nótt .
Hann afi var skemmtilegur karl og fór í gegnum lífið glaður og hress .
Ég hef aldrei þekkt nein sem þekkti jafn marga og hann, kannski var það þannig að hann talaði við alla .
Ég gekk eitt sinn niður laugaveginn með honum og það tók svakalegan tíma hann þurfti að heilsa öllum og segja öllum frúm hversu fínar þær væru síðan var faðmast og kossar fuku .
Hann dansaði mikið og hafði yndi af því ,hann elskaði að vera innan um fólk og var hrókur alls fagnaðar . Hann hafði líka mikið gaman af spilamennsku .
Hann var ekki líkur sjálfum sér síðustu árin vegna veikinda og hefur eflaust verið glaður þegar Amma Inga tók á móti honum .
Bless kæri afi takk fyrir allt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 21:19
Vinaleikur á vinnustöðum
Nú er í gangi vinaleikur í vinnunni og það er gaman , en það eru alltaf nokkrir sem eru á röngunni í svona hlutum eða yfirhöfuð alltaf neikvæðir . Ég vorkenni fólki sem er alltaf neikvætt og bölvar öllu sem er fallegt og veitir gleði .
Ég fékk mjög góðan vin sem gaf mér gjöf og sendi mér fallegan póst , hef ekki hugmynd hver hann er
Þetta stendur í viku og lýkur á föstudag með sameiginlegu borðhaldi og þá fáum við að vita hver átti hvaða vin
Skemmtileg vika framundan í vinnunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 21:05
Jólaboð
Jólaboðið á laugadagskvöld var frábært , gömul jólalög, fín matur og fullt af skemmtilegu fólki . Allir voru komnir til að eiga góða kvöldstund saman , og þvílíkt sem var drukkið .
Þetta var sambland af boði frá 1940 og dönsku stórfjölskylduboði með Ítölsku ívafi .
Takk fyrir boðið Óli , Valdís og Stóri Bjór
Skál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2007 | 19:23
Jólagleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 18:04
Heilsu át tak
Já á mínum vinnustað höfum við verið í heilsu át taki ... Þetta byrjaði í september og mikill spenna var hjá fólki , allir vigtaðir einu sinni í viku og það fært í skrá . Allir vildu leggja pening undir 5000 kall í pott.
Ég tók ekki þátt í því ...ástæðan er sú að ég var svo hrædd um að ég færi að byrla vinnufélögum mínum allskyns ólyfjan til að þeir myndu frekar fitna svona er ég bara , en ég viktaði mig samviskusamlega og allt fært í skrá .
Fyrstu vikurnar flugu á milli hollar uppskriftir og allskyns megrunarráð . Margir lítrar af grænute hafa verið drukknir . Solla var orðin guð en ekki kona hjá sumum og svona gekk þetta þar til að konan sem átti vigtina hætti .... þá var ekkert aðhald. Hún ætlar samt að mætta með vigtina þann 14 des í loka vigtun .
Sigurvegarinn er löngu ljós því það var bara ein manneskja sem tók þessu alvarlega .
Hún breytti um lífstíl fór í aðhaldstíma í leikfimi og jóga , matarræði var tekið í gegn bara vatn og te , ekkert gos .
Árangur minn hefur verið upp og niður . En samt verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu þann 14 des .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 22:43
Skrítin skrúa
Það er margt sem ég geri : mála , bora, flíslegg , sett upp ljós og stunda svona almennt viðhald .
Það eru líka hlutir sem ég geri aldrei : dæli olíu á bílinn minn, þríf ekki bílinn minn , skipti ekki um dekk, ég kem ekki nálægt neinu sem tengist bílnum mínum , ég keyri bara bílinn minn .
Í nokkrar vikur hef ég verið að segja undir rós að bílinn minn sé skítugur ..... og hvað haldið þið ...já Íþróttaálfurinn tók sig til og bílinn minn er eins og stolt AJAX auglýsing .
Bílinn minn er komin í jólaskap
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 22:14
Bakstur
Muna ekki allir eftir lyktinni sem kom í húsið þegar jólabaksturinn hófst ...ójú . Það voru bakaðar ótal tegundir og guð þetta hlýtur að hafa verið gríðarleg vinna . Ég er alin upp hjá ömmu og afa ég er borgarbarn , íþróttaálfurinn var líka alin upp hjá ömmu og afa og það í sveit þar er sko myndarskapur .
Ég finn fyrir bökunar pressu , en ég örvænti ekki, fann þessu tilbúnu deig í bónus á kr 178 pakkinn ca 20 kökur . Súkkulaðibitakökur og Kókostoppar . Þetta ætla ég að baka og bjóða Íþróttaálfinum og unglingnum upp á .
Persónulega er það lyktin sem ég vil fá ,einhver yndisleg fortíðar fýsn .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 32600
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar