2.7.2008 | 21:19
Komin heim
Þá erum við komin heim úr sólinni og hitanum á Lanzarote. Lentum í Keflavík klukkan hálf fjögur í nótt og vorum að skríða inn úr dyrunum í Hafnarfirði um klukkan fimm. Við steinsváfum fram að hádegi og höfum verið á fullu í dag að taka upp úr töskum, setja í margar þvottavélar, hengja upp, þrífa heimilið, versla í matinn og nú þegar er byrjaður undirbúningur að Þórsmerkurútilegunni sem hefst hjá okkur á föstudagsmorgun.
Við þráðum svo heitt að fá alvöru kaffi eftir ógeðið sem þeir gera í Spánarumdæmi og það var eitt af fyrstu verkum dagsins að laga kaffi á heimamátann. Það eina sem Spánverjarnir kunna að gera almennilega, kaffi-lega séð er Iris Coffee. Það var pantað nokkrum sinnum.
Svo eldaði álfurinn alíslenskan kvöldmat samkvæmt hinum alræmda fisk-söknuði eftir gourmet veislu á hverjum degi í tvær vikur. Í kvöld var sem sagt borðað ýsu og saltfisk með karftöflum og hamsatólg, rúgbrauði með smeri og íslenskri nýmjólk í kvöldmatinn. Jöööömmmmííí. Geggjað.
Þessar tvær vikur í sælunni á Lanzarote er pottþétt það sem ég mæli með eftir erfiðan og veðurþungan vetur. Algerlega nauðsynlegt. Maður er gjörsamlega endurnærður með sól í kroppnum fyrir allan gjaldeyrinn. Ekki einn einasti dagur var sólarlaus, það var reyndar mistur í nokkra daga í seinni vikunni en sólin var jafnsterk þrátt fyrir það, meira að segja lúmskari. Sumir vanmátu mistrið og brunnu, en ekki við, ónei, enda vön manneskja á ferð. Ég passaði vel upp á að álfurinn bæri á sig vörn enda hafði tengdó tekið af mér það loforð áður en við fórum. Af gamalli reynslu hennar. Það var einn daginn sem hann óhlýðnaðist og fékk líka að kenna á því. Hann skiptir nú um ham eins og fiskur og það má rekja skinnslóðina eftir hann.
Við höfum nú alveg verið duglegri við myndatökur í utanlandsferðum en það á sér mjög eðlilega skýringu. Við máttum nefnilega ekkert vera að neinu öðru en að liggja í sólbaði og drekka svalandi drykki af barnum. Ég ætla ekkert að fara út í það hvort okkar er brúnna. Álfurinn er orðinn svoldið þreyttur á því að ég sé alltaf að bera handlegginn upp að honum til samanburðar. Hann hélt nú upp á 35 ára afmælið úti um helgina svo ég má ekki vera leiðinleg.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir í albúmið. Þið getið SKOÐAÐ ÞÆR HÉRNA !
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ dúlla mín og takk fyrir frábærar stundir á Lanzarote :) Það var alveg gjeggjað þegar við sáum ykkur á Leifstöð hehehehe svo óvænt ánægja. Við höfum öll verið að stússast í því sama í dag við byrjuðum líka daginn á kaffiþambi og helltum upp á þrjár könnur svo mikið vorum við kaffiþyrst eftir alla kokteilana og alla hina drykkina hehehe ;) Svo var þvottvélin á fullu í allan dag og ýsa ,saltfiskur og hamsar í kvöldmat voða gott. Jæja skvís gangi ykkur vel með útilegu undirbúninginn og góða skemmtun um helgina. Bið að heilsa bleika álfinum þínum ;)
Sigrún (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:54
hæ sigga flott blogg sem þú átt en ég er guðbrandsson ekki evra
mikael (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:30
Þetta hefur verið dúndurferð hjá ykkur, flottar myndirnar. Vertu velkomin heim aftur og skemmtu þér í mörkinni um helgina.
Linda litla, 3.7.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.