7.7.2008 | 23:26
Þórsmörk 2008
Ég og álfurinn vorum að koma úr frábærustu útilegu ársins Þórsmerkur ferð DejáVu Group . Frábær félagsskapur yndislegs fólks sem svo sannarlega kann að skemmta sér og öðrum . Hér erum við dísirnar 3 í stuði .
Við komum inn í Slyppugil á fimmtudag og vorum fram á Sunnudag við gleði söng og góðan mat ...og eitthvað aðeins af víni .
Hér eru tveir snillingar að skemmta okkur öllum með spili og söng .
Veðrið var frábært og fengum við sól og aftur sól ..
Já það var sól allan tíman mikið vantaði mig nú sól eða þannig .
Ég brann aðeins á öðrum fætinum og í framan , vildi bara segja ykkur það , brann ekkert á Spáni .
Það var þó ansi kalt á nóttinni , en þá klæðir maður sig bara í hlý föt ekki rétt.
Hér erum við nokkrar drottningar í stuði .
Maturinn var frábær og allur aðbúnaður til fyrirmyndar enda sér álfurinn vel um sína útilegudrottningu ( verð það seint ) Ég er meira svona þæginda dýr ,þarf að hafa allt af öllu . En þarna var frábært og séð fyrir öllu .
Takk Déjáar fyrir að vera til
Nú byrjar maður að telja niður í næsta hitting
Bara svo að fólk haldi ekki að þetta sé einhver fyllirishópur þá förum við líka í göngu og stundum útivist
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þórsmörk er jú bara snilld!
Erla Stefanía Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:26
Ohhh.... það eru mörg ár siðan ég fór í Þórsmörk síðast. Það er æðislegt að fara þangað, verð að fara að huga að því.
Hafðu það gott og njóttu sumarins.
Linda litla, 19.7.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.