18.9.2008 | 17:12
Ég er AMMA SIGGA
Jæja þá er ég bara orðin stolt amma, skyndilega og allt í einu já. Litla krílið sem átti ekki að koma fyrr en 5. nóvember (eða 24. okt eins og ég spáði) gat bara ekki beðið lengur og dreif sig í heiminn í fyrrinótt, aðfararnótt miðvikudags, 17. september.
Það var pinkulítil prinsessa sem kom hágrátandi, mætt og tilbúin í lífið, 8 og hálf mörk og 44 cm. Erlu tengdó og litlu heilsast báðum vel og allt fór sem betur fer á besta veg. Það er sem sagt allt í flæðandi hamingju hér á bæ.
Fyrir utan stolta og nýbakaða foreldrana Frey og Erlu, (til hamingju elskurnar mínar) þá er álfurinn orðinn ská-afi, og Birkir orðinn stóri frændi. Sófus er líka stóri frændi eins og staðan er í dag Hef þetta ekki lengra í bili en læt hérna flakka eina mynd af prinsessu Freysdóttur.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh..... þetta er yndislegt Sigga. Til hamingju með nýju ömmustelpuna, hún er svo lítil og falleg.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 21:39
Til hamingju
Heimir Tómasson, 19.9.2008 kl. 03:57
Til hamingju með litlu sætu ömmustelpuna þína elsku Sigga mín. Hún er svo falleg. Skilaðu innilegum hamingjuóskum til foreldranna.
Kveðja Fífí, langa á ská.
Fífí, (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:01
Sæl Sigga amma og innilega til hamingju með prinsessuna, hún er ekkert smá mikið krútt.
Gangi ykkur vel með nýja verkefnið.
kveðja erla
Erla Stefanía Magnúsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:15
Hjartanlega til hamingju með ömmu prinsessuna yndislegt að allt gekk vel.
kveðja Sigrún og Guðbrandur
Sigrún (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:54
Takk fyrir öll þetta er alveg yndisleg stúlka . Hún er núna með gulu en samt alveg ótrúlega spræk og sæt
Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.