Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
27.12.2007 | 22:49
Á leið til útlanda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.12.2007 | 22:40
Jólin mín myndir
Elsa og Bolli í öndinni á Laugardag
Nú eru þau komin til Kanarí
Sófus búin með rækjur & rjóma og lá svona þegar við komum heim .
Þetta kallar maður að láta sér líða vel .
Tengdó á fullu í eldhúsinu að undirbúa jólamatinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 09:38
Jólin mín
Hátíðin hófst á laugardag , þá komu Elsa og Bolli í mat ,þau eru á leið til kanarí milli jóla og nýjárs í sól ummmmm smá öfund . Ég bauð upp á Andabringur með ávaxtasalati og sætum kartöflum ....alveg geðveikt . Rautt og hvítt og koníak á eftir ... það var líka boðið upp á eftirrétt sem engin hafði löngun í hahahah . Yndislegt kvöld með góðu fólki .
Þorláksmessa ég átti að mætta í skötu en var hálf slöpp , unglingurinn var búin að vera með ælupest og fór það ekki vel í mig , klígjan var að fara með mig . Um kvöldið gengum við Íþróttaálfurinn niður í Jólaþorp og þaðan á A Hansen og fengum okkur að borða humar og steik , Jón Páll kom með sem fylgdarsvein . Veðrið var fallegt og hátíð yfir Hafnarfirði .
Aðfangadagur.. Vaknaði snemma fékk í gjöf frá Kertasníki ..... Ilmvatn sturtusápu og body lotion . Íþróttaálfurinn fékk slopp og unglingurinn nærbuxur . Sniðugur karl hann Kertasníkir . Unglingurinn var veikur ...greyið ömurlegur dagur fyrir ælupest . Hann fór til pabba síns . Ég og íþróttaálfurinn fórum í Blönduhlíð til Tengdó í Kalkúnn , æðislegur matur og frábær félagsskapur . Sófus var heima og fékk rækjur og rjóma
Fengum fullt af fallegum hlutum og bókum . Takk fyrir okkur
Jóladagur það er yndislegt að vakna snjór yfir öllu þögn og friður . Lá og las borðaði ...svaf ... las. fórum svo í kaffiboð í Blönduhlíð . Það er allt svo yndislegt og gaman að hitta ættingja og vini . Borðaði yfir mig . Leið eins og Ali gæs sem búið er að fylla . Fórum heim og eldaði kalkúnabringur með sætum kartöflum og ávaxtasalati fyrir Frey og Erlu . Við vorum nú ekkert sérstaklega svöng Íþróttaálfurinn og ég ......
Annar í jólum Amma á afmæli 86 ára . Til hamingju elsku Amma . Venjulega er veisla og þannig er það búið að vera í 85 ár alltaf verið haldið upp á daginn . Nei Amma sem aldrei er veik fékk lungnabólgu og liggur í rúminu ... og engin veisla . Ég fór ekki úr náttfötunum allan daginn las og horfði á Sound of music .
Kv
Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 09:04
Síðasti vinnudagur fyrir jól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.12.2007 | 09:03
Búin að næstum öllu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 08:21
Jólin koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 19:47
Bless Afi minn
Hann afi minn Dengsi er sofnaður svefninum langa , hann dó í svefni í nótt .
Hann afi var skemmtilegur karl og fór í gegnum lífið glaður og hress .
Ég hef aldrei þekkt nein sem þekkti jafn marga og hann, kannski var það þannig að hann talaði við alla .
Ég gekk eitt sinn niður laugaveginn með honum og það tók svakalegan tíma hann þurfti að heilsa öllum og segja öllum frúm hversu fínar þær væru síðan var faðmast og kossar fuku .
Hann dansaði mikið og hafði yndi af því ,hann elskaði að vera innan um fólk og var hrókur alls fagnaðar . Hann hafði líka mikið gaman af spilamennsku .
Hann var ekki líkur sjálfum sér síðustu árin vegna veikinda og hefur eflaust verið glaður þegar Amma Inga tók á móti honum .
Bless kæri afi takk fyrir allt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 21:19
Vinaleikur á vinnustöðum
Nú er í gangi vinaleikur í vinnunni og það er gaman , en það eru alltaf nokkrir sem eru á röngunni í svona hlutum eða yfirhöfuð alltaf neikvæðir . Ég vorkenni fólki sem er alltaf neikvætt og bölvar öllu sem er fallegt og veitir gleði .
Ég fékk mjög góðan vin sem gaf mér gjöf og sendi mér fallegan póst , hef ekki hugmynd hver hann er
Þetta stendur í viku og lýkur á föstudag með sameiginlegu borðhaldi og þá fáum við að vita hver átti hvaða vin
Skemmtileg vika framundan í vinnunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 21:05
Jólaboð
Jólaboðið á laugadagskvöld var frábært , gömul jólalög, fín matur og fullt af skemmtilegu fólki . Allir voru komnir til að eiga góða kvöldstund saman , og þvílíkt sem var drukkið .
Þetta var sambland af boði frá 1940 og dönsku stórfjölskylduboði með Ítölsku ívafi .
Takk fyrir boðið Óli , Valdís og Stóri Bjór
Skál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2007 | 19:23
Jólagleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar