Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Heilsu át tak

Já á mínum vinnustað höfum við verið í heilsu át taki ... Þetta byrjaði í september  og mikill spenna var hjá fólki , allir vigtaðir einu sinni í viku og það fært í skrá . Allir vildu leggja pening undir 5000 kall í pott.

Ég tók ekki þátt í því ...ástæðan er sú að ég var svo hrædd um að ég færi að byrla vinnufélögum mínum allskyns ólyfjan til að þeir myndu frekar fitna svona er ég bara , en ég viktaði mig samviskusamlega og allt fært í skrá .

Fyrstu vikurnar flugu á milli hollar uppskriftir og allskyns megrunarráð . Margir lítrar af grænute  hafa verið drukknir . Solla var orðin guð en ekki kona hjá sumum og svona gekk þetta þar til að konan sem átti vigtina hætti .... þá var ekkert aðhald. Hún ætlar samt að mætta með vigtina  þann 14 des í loka vigtun . 

Sigurvegarinn er löngu ljós því það var bara ein manneskja sem tók þessu alvarlega .

Hún breytti um lífstíl fór í aðhaldstíma í leikfimi og jóga , matarræði var tekið í gegn bara vatn og te , ekkert gos .

 

Árangur minn hefur verið upp og niður . En samt verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu þann 14 des . 


Skrítin skrúa

Það er margt sem ég geri  : mála , bora, flíslegg , sett upp ljós og stunda svona almennt viðhald .

Það eru líka hlutir sem ég geri aldrei : dæli olíu á bílinn minn, þríf ekki bílinn minn  , skipti ekki um dekk, ég kem ekki nálægt neinu sem tengist bílnum mínum , ég keyri bara bílinn minn . 

Í nokkrar vikur hef ég verið að segja undir rós að bílinn minn sé skítugur ..... og hvað haldið þið ...já Íþróttaálfurinn tók sig til og bílinn minn er eins og stolt AJAX auglýsing .

 

Bílinn minn er komin í jólaskap  


Bakstur

Muna ekki allir eftir lyktinni sem kom í húsið þegar jólabaksturinn  hófst ...ójú . Það voru bakaðar ótal tegundir og guð þetta hlýtur að hafa verið gríðarleg vinna . Ég er alin upp hjá ömmu og afa ég er borgarbarn , íþróttaálfurinn var líka alin upp hjá ömmu og afa og það í sveit þar er sko myndarskapur .

Ég finn fyrir bökunar pressu , en ég örvænti ekki, fann þessu tilbúnu deig í bónus á kr 178 pakkinn ca 20 kökur . Súkkulaðibitakökur og Kókostoppar . Þetta ætla ég að baka og bjóða Íþróttaálfinum og unglingnum upp á .

Persónulega er það lyktin sem ég vil fá ,einhver yndisleg fortíðar fýsn .  Whistling


Youtube

Veit einhver hvernig maður setur inn Youtube myndband á bloggið?

Jólaljós

Það var mjög gott að komast til vinnu aftur í dag nóg var að gera . Nokkrar stelpur úr vinnunni voru á faraldsfæti um helgina . 3 fóru til Glascow að versla og það gerðu þær svo sannarlega , það var verið á hlaupum frá morgni til kvölds Blush Elva fór til London með eiginmanni og vinum að hitta vini mikið fjör og mikið gaman . Allir voru en mikið þreyttir Halo , fólkið er en að jafna sig . Elva gaf mér gjöf þar sem ég varð eftir á Íslandi,  þessa líka  fínu hárspöng með skrauti mjög jólalegaInLove . Það er að verða svo jólalegt í götunni minni og fannst mér að nú væri komin tími á jólaljós úti og var íþróttaálfurinn sendur út til að setja ljós á tré . Fallegt

Veikindi

Frá því á laugardag er ég búin að liggja í rúminu með hita kvef og beinverki Sick . Ekkert smá leiðindi það,er búin að horfa á endusýningar á bíómyndum á bíórásinni . Hlusta á útvarp og hljóðbók Mýrina eftir Arnald í 5 sinn . Það eru allir íbúar hér heima búnir að reyna að stjana við mig á allan hátt Birkir fór og keypti handa mér að borða ( gat þó lítið borðað ) Íþróttaálfurinn er búin að reyna sitt elda þetta kaupa hitt . Sófus er búin að liggja hjá mér allan sólarhringinn , ég trúi því alveg að kettir hafi heilunar áhrif. Sófus lá hjá mér í 20 tíma fyrsta sólarhringinn hann fór 2 fram og þá bara til að næra sig og gera þarfir sýnar . Ég er öll að koma til og ætla til vinnu á morgun .. Woundering

« Fyrri síða

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband