Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
30.1.2008 | 14:38
Basilíku pestó mjög gott
Basilíku pestó
1 pottur fersk basilíka
50 g furuhnetur1/2-1 dl ólífuolía1 hvítlauksrif50 g fersk rifinn parmesan Maukið í matvinnsluvél.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2008 | 14:33
Fyrir þá sem ekki borða þorramat .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 21:21
Kaupæði
Ég veit ekki hvað hefur gripið mig , en síðustu daga hef ég þurft að kaupa já og kaupa Ok .
Ég er búin að kaupa mér dragt , 2 peysur , 2 buxur , kápu , jakka. Leður stígvél háhæla og önnur leður stígvél á negldum HAHAHA (ekki að mig hafi vantað stígvél á einhver 10 ) . Gönguskó vatnshelda fóðraða . Keypti líka skó á íþróttaálfinn ( svona til að friða samviskuna ) .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 10:30
Kveðjupartý
Ég hélt kveðjupartý á föstudaginn . Mínir yndislegu vinnufélagar klikkuðu ekki á vitleysuni fóru alveg á kostum það var hlegið , grátið , leikið og dansað .Fólk var mis gáfulegt Palli klikkar ekki .
Það var leikþáttur um ferill minn innan firmans . Mikið hlegið
Ljóðalestur til að hafa þetta með menningarbrag úpps
Takk fyrir mig kæru vinir
KV
Sigga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2008 | 10:17
Breytingar
Já núna er að koma að því , ég er búin að halda í mér að segja frá . Vá hvað ég er dularfull hahahahh
Ég ætla að skipta um vinnu , og hætti næsta fimmtudag . Ég er að fara aftur í gamla starfið mitt þar sem ég hætti fyrir 3 árum . Ég hlakka mikið til en það er líka alltaf viss söknuður , maður er að yfirgefa stað þar sem manni hefur liðið vel . Á nýja staðnum mun ég aftur hitta fólkið sem ég saknaði mjög mikið þegar ég hætti þar á sínum tíma . Allar breytingar sem maður er sáttur við eru til góðs .
Maður er búin að kynnast fleira fólki og læra fullt af nýjum hlutum, þannig er lífið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 17:03
Mér finnst !!!!
Hvað er að gerast í þáttagerð á Íslandi .
Ég var að flakka á milli sjónvarpsstöðva og lenti á Ínn .
Vá þetta var eins og að lenda í kaffiboð hjá 5 EGÓ konum sem allt þóttust vita og höfðu lausnir á öllu .
Þarna sáttu Kolfinna , Elísabet , Ellý , Ásdís og Katrín . Það kom fram að það væri ekkert mál að skilja og við þurfum enga karlmenn í okkar líf , Við þurfum bara faðmlag er ekki allt í lagi ok ég hélt áfram að hlusta og horfa , þær tala hver í kapp við aðra .
Elísabet tjáði okkur það að hún væri inni á geðdeild vegna þunglyndis hafði fengið höfuðverk og farið á bráðamóttöku þar sem læknir tjáði henni að hún væri þunglynd OK og þær misstu sig í gleði yfir því . Ellý spurði hana hvort hún fengi stíla í rassinn inn á geðdeild , nei hún hafði bara fengið raflost og lyf mikið hlegið af því . Næst var það að borðið var ný lakkað og þær eflaust allar í vímu útaf því hlógu og hlógu . Vá næst kom að allir þeir sem væru að skilja ættu að fara á geðdeild (Kolfinna ) . Ásdís hefur líka farið á geðdeild vegna kvíðakasta og sagan kom hún rifbeinsbrotnaði og hélt að hún væri að deyja var stödd upp í sveit. Þarf ég að vita þetta NEI . Ellý sem er spákona situr þarna mjög dulræn og virðist vera að lesa í framtíðina og spyr hvort hún hafi tekið ákvörðun um að vera ekki hrædd Nei hún las bók .
Katrín kom með lausn, klípa sig þar sem maður finnur ekki til þá tekur það athyglina frá því sem að er . Ja hérna hér .
Ég þarf hjálp eftir þetta áhorf .
Þetta var einhver sá mesti EGÓ þáttur sem ég hef séð .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 12:38
Jarðaför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2008 | 10:31
Flutningar
Vinnustaðurinn minn er að flytja . Við fluttum lagerinn á föstudag og laugardag .
Undirbúningur var á fimmtudag . Við dúkkurnar á skrifstofunni vorum í hlutverki teljara klæddar í vinnugalla dúðaðar eins og leikskólabörn .
Kom heim kl 21 á föstudagskvöld búin að vera , hraut eins og togarajaxl .
Af stað á laugardag nú var að koma vörunum fyrir á nýjastaðnum og að telja frystin .
Vá rúllaði mér í slopp eftir bað kl 19 og sat svo og dottaði til 23 .
Við vorum svo dugleg , að vinna var engin á sunnudag Geðveikt . Las Arnald og sá ekki rykið heima hjá mér .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 15:43
Harmleikur
Þetta er alveg skelfilegt og hvað ætli drengurinn hafi verið að hugsa .
Alveg gjörsamlega heilalaust athæfi .
Drengurinn þarf hjálp .
Talinn hafa barið 17 mánaða gamla stúlku til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2008 | 15:39
Fallegur maður
Ekki bara fallegur og góður leikari heldur velhugsandi og gefur af sér .
Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar .
Depp gefur sjúkrahúsi peningagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32631
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar