Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gleðilegt sumar

Vá hvað ég er andlaus , nú ligg ég hálf meðvitundarlaus heima  er með beinverki og hita .

Lára Ómars á allan minn stuðning , hvað er að , smá grín drepur ekki . Allir embættismenn ríkisins hafa logið eða ekki farið með rétt mál eða skapað aðstæður sem þeim hentar , segi þeir af sér . Öll þið sem eruð svo heilög að hafa aldrei logið skapað aðstæður eða ekki farið með rétt mál komið fram eða gangið í klaustur látið setja ykkur í dýrlingatölu .  Ok þessu röfli langar mig ekki að taka þátt í meira . Álfurinn er að fara halda veislu fyrir mig , Ummmmm hann ætlar að grilla og ég held að það séu hvítlaukmarineraðar kótelettur og bakaðarkartöflur . Vá hvað ég hlakka til vona að ég geti borðað ..... og ekki fari að rigna Gasp

Sumarið er komið 

Þá er farið voriðW00t

göngum létt í sporið

sem lengir okkar líf  

 

Jú konan er veik Sick


Það er snjór ,,,,,

Ég veit ekki hvað er að gerast , í gær lá ég í sólbaði á pallinum en í dag moka ég snjó af pallinum . Við búum á íslandi veit það en á ekki að vera komið vor ?  Ég ætla til útlanda , tek ekki fleiri sénsa með veðrið og ætla þangað sem veður er stöðugt .

Gamall graður karl

Ég er að horfa á Bandið hans Bubba og mér er nóg boðið , yfir því hvernig Bubbi Mor getur lagt besta keppandann  í einelti , ég er ekki skyld Eyþóri og veit ekki hver hann er , en Bubbi rakkar drenginn niður þó svo að það sé augljóst að drengurinn sé snillingur og sá besti sem fram hefur komið á Íslandi í mörg mörg ár - Ok Bubbi........Drengurinn  hann er falllegur og sá besti sem sést hefur í langan tíma hann getur allt það er ljóst , slakaðu á, ekki gagnrýna  yfir þig. Yfirhrósar svo stelpunni sem allir hér í stofunni heima hjá mér voru sammála um að hafi átt slaka frammistöðu í fyrra laginu á sama tíma og Eyþór yfirbrilleraði hana. Einhver sagði, gamall graður karl; kannski eitthvað til í því?

Bubbi þú hefur fengið alla þá hjálp sem hægt er að fá ........ ekki reyna að efast um það sem er augljóst í þessum þætti .  Bubbi þu mátt reyna að hæla líka ekki bara þeim sem eru tæpir . Taktu jákvæðnina á þetta og hættu að reyna að ala upp það sem þú átt ekki .

Ekki skemma ágætan þátt

Takk Björn jörundur , Villi nagl og meðdómendur þið eruð sanngjarnir , Bubbi þarf bara að slaka á .

Kv

Sigga  


Vorverk

Helgin fór í veislur á föstudag  . Takk fyrir  okkur

Laugardagur fór í afslöppun og smá tiltekt . Sunnudagur rann upp bjartur og fagur og hafist var handa við að mylja niður tré og taka til úti . Þetta bitnaði mest  eða alveg á álfinum því ég var lasin, það pirraði mig mikið því mér finnst gaman af vorverkum .

Umhverfið heima hjá mér núna er allt annað og tek ég fagnandi á móti sumri Kissing


Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband