Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 12:36
Prinsessan
Sjáið hvað ég er yndisleg . Amma er svo stolt að hún er að rifna .
Svo er maður svo falleg og hraust .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.9.2008 | 17:12
Ég er AMMA SIGGA
Jæja þá er ég bara orðin stolt amma, skyndilega og allt í einu já. Litla krílið sem átti ekki að koma fyrr en 5. nóvember (eða 24. okt eins og ég spáði) gat bara ekki beðið lengur og dreif sig í heiminn í fyrrinótt, aðfararnótt miðvikudags, 17. september.
Það var pinkulítil prinsessa sem kom hágrátandi, mætt og tilbúin í lífið, 8 og hálf mörk og 44 cm. Erlu tengdó og litlu heilsast báðum vel og allt fór sem betur fer á besta veg. Það er sem sagt allt í flæðandi hamingju hér á bæ.
Fyrir utan stolta og nýbakaða foreldrana Frey og Erlu, (til hamingju elskurnar mínar) þá er álfurinn orðinn ská-afi, og Birkir orðinn stóri frændi. Sófus er líka stóri frændi eins og staðan er í dag
Hef þetta ekki lengra í bili en læt hérna flakka eina mynd af prinsessu Freysdóttur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2008 | 20:10
Íslandsmeistarasonur
Ég skráði mig á Facebook á dögunum og verð að segja bara eins og er að maður á það til að gleyma því að maður er með bloggsíðu hérna á Moggablogginu. Facebook er einhver mesti tímaþjófur sem ég veit um en um leið mjög sniðugt fyrirbæri. Það eru gjörsamlega allir þarna inni og maður hittir fólk sem maður hefur ekki hitt eða talað við í mörg ár. Auk þess á maður miklu oftar samskipti við vini og kunningja sem er bara gaman.
Ég skellti mér á fótboltaleik um helgina, ja hérna já, fótboltaleik. Ég og álfur fórum með ömmu til að sjá Frey taka á móti Íslandsmeistaratitlinum sem þjálfari Vals í kvennaboltanum. Til hamningju með titilinn Íslandsmeistara-sonur sæll. Það var frekar kalt og ég fór berfætt í opnum skóm og varð svoldið kalt. Ég skellti nokkrum myndum hérna inn sem við tókum á Valsvellinum í gær laugardag. Á þessari mynd hérna að ofan erum við amma og svo hún Erla tengdadóttir mín, hans Freys.
Hér er svo Freyr að stjórna liðinu í leiknum gegn Stjörnunni sem Valur vann aðeins 8-0.
Hér er Gauja mamma hennar Erlu með okkur eftir leikinn .
Um kvöldið var okkur boðið í mat til Arnars og Sollu í Dejavú. Síðar um kvöldið bættist fleira gott fólk í hópinn, Valdís og Pétur og síðast en ekki síst, foreldrar Péturs sem eru mjög hress. Takk kærlega fyrir okkur þetta var mjög gaman.
Annars er mest allt gott að frétta af okkur nema hvað ég er að farast úr kvölum við herðarblaðið, það er eins og ég sé með klemmda taug eða eitthvað. Ég veit ekkert hvernig ég á að sitja eða liggja. Meira vesenið. Annars erum við álfurinn einskonar hetjur. Við erum nefnilega bæði hætt að reykja. Ég hætti 18. júlí og er því að ná tveimur mánuðum núna. Álfurinn hætti svo alveg að reykja 23. ágúst og náði því fjórum vikum í gær laugardag. Og það sem meira er, reykleysið gengur bara vel hjá okkur báðum. Ekkert vesen þar.
Og bara svo hérna rétt í lokin, enn og aftur til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Freyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar