5.3.2008 | 17:56
Hæ aftur öll
Þegar maður skiptir um vinnu er brjálað að gera hjá manni , það hefur margt á daga mína drifið . Um síðustu helgi var ég í veislum , hún Gunnhildur bauð okkur Ekru stelpum í mat á föstudagskvöld . Hún var með æðislegan forrétt , létt soðinn grænn aspas með balsamik og hráskinku . Og naut í aðalrétt . Til hennar kom Halla himintungl spákona og sagði mér að allt sem ég óska mér rættist 2010 ekki ónýtt það . Á laugardag flugum við til Akureyrar á árshátíð mikið stuð og gaman það , veðrið var mjög gott og smiðjuborgari á Bautanum klikkar ekki . Á mánudaginn varð hún móðir mín 60 ára og fórum við saman á Mecca spa í dekur og þaðan á Holtið fengum æðislegan mat og frábæra þjónustu . Takk fyrir okkur . Meira síðar
Sigga
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki íþróttaálfurinn þunnur í útsendingu á sunnudagskvöldinu?
Pétur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 23:09
Nei Pési það er reyndar alveg merkilegt að ég var ekki einu sinni þunnur klukkan 14 þegar við lentum og ég fór beint í vinnuna. Sá ekki högg á vatni. Ástandið hefði kannski verið mun verra hefði ég þurft að mæta klukkan 8 um morguninn. Koníaksdrykkja var í lágmargi á laugdardagskvöldinu. Meira svona vodka í Burn og Magic.
Hansi (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:42
Það er alltaf svo mikið stuð og gaman í kringum þig.
Til hamingju með mömmu þína.
Linda litla, 7.3.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.