Sumarið að koma

Sólbað í marsJá það ber ekki á öðru en að sumarið sé bara að skella á eins og sjá má í þessari færslu. Hún Sigga mín hefur ekki haft mikinn tíma í að blogga undanfarið vegna anna í nýju (gömlu) vinnunni svo ég gat ekki stillt mig um að splæsa í eina færslu fyrir hana. Þegar ég kom heim úr vinnunni á laugardagskvöldið voru þess skýr ummerki að sumarið er komið í Hafnarfjörðinn. Alla vegar hér í Arnarhrauninu.

Þegar litið var út á sólpall kom í ljós að Sigga er búin að ná í einn sólbekk inn í kompu og er byrjuð að safna lit fyrir sumarið. Það má sko engan tíma missa. Jú, ástkona mín skellti sér í sólbað á laugardaginn í stað þess að sitja fyrir framan tölvu og blogga. Sem er jú heilbrigðara.

Skítt með að tjaldurinn hafi sést á austfjörðum fyrir helgi og lóan sé að kalla um borð úti í löndum á leið upp á klaka. Sólbekkirnir eru farnir að sjást í Hafnarfirðinum. Innan um snjóskafla. Ég splæsti í eina mynd fyrir ykkur sem ég læt fylgja með þessari færslu. Takið eftir hvíta teppinu á sólbekknum. Það vantar víst aðeins upp á hitastigið ennþá. Eeeeeen þetta er allt að koma.

Kv. Hansi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband