Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hún á afmæli í dag

Dans dans dansHún á afmæl´ í dag,
hún á afmæl´ í dag,
hún á afmæl´ún Sigga--aaaaa
hún á afmæl´í daaaag.

Til hamningju með daginn ástin mín.
Þinn álfur.


Reykingar-Rasistar

cigarette2Varð fyrir sérkennilegri reynslu í dag . Stóð úti með vinkonum , það rignir (úði) ,ok ekkert um það að segja en það var líka rok þannig að við fórum í skjól í undirgang . Þarna húkkum við,  loft leikur um undirganginn þarna er mjög óþrifalegt , veggjakrot matarleifar og ýmislegt annað sem ekki er til frásagnar .  Ok við erum þarna staddar og það er reykt , Upp kemur fólk sem bíður góðan daginn , og á eftir því kemur par . Íslenskur maður og kona sem er af erlendu bergi brotin , konan bauð ekki góðan daginn.  Nei það gerði hún ekki , hún hellti yfir okkur svívirðingum eins og henni væri borgað fyrir það á einhverju máli sem var bland af íslensku og einhverju sem ég hef ekki heyrt áður .

Ef ég væri Svört og hefði verið þarna að reykja og íslendingur hellt yfir mig svívirðingum þá hefði þetta verið mál til að kæra eða hringja í útvarp jafnvel taka upp í Kompás en svo er ekki farið því ég er ekki svört og engin okkar .

Þegar maður er rasisti þá leggur maður minnihluta hóp í einelti er ekki svo ?

Þannig að Reykingar fólk er minnihluta hópur og er lagður í einelti og þess vegna eru þeir sem það gera Rasistar  .

 


Fermingar gestir

PylsaFór í hádeginu niður á Bæjarins bestu , W00t ok það er kannski ekki merkilegt en samt fólkið sem þar var það var merkilegt meirihlutinn var fólk á leið í fermingar og já líka fermingarbörn . Hvað las ég útúr því ?  BanditFólkið bjóst ekki við góðum veitingum í veislunum sem það var að fara í . í dag eru flestar veislur aðkeyptar fáir standa í því að gera veislur sjálfir . Þannig að fólkið átti von á skyndibita og valdi frekar að fá sér Þjóðarrétt íslendinga .


Fallegir dagar

Sólbað í marsÞessa helgi hefur veðrið heldur betur leikið við okkur ekta vor veður . Við gengum niður á tjörn og gáfum gæsum svönum og nokkrum öndum brauð . Vissuð þið að gæsir hvæsa , þær eru óþolinmóðar og frekar . Álftir (svanir ) eru skepnur með stíl hafa reisn og skipta með sér . Endur eru frekar til baka . Það eru mörg ár síðan ég hef farið og gefið fuglum að borða , en það er gaman þó maður sé ekki með börn með . Núna mun ég fara oft niður að tjörn hér í firðinum .

Sálin

Komin á staðinnTakk fyrir frábæra tónleika á föstudaginn strákar . Kvöldið byrjaði með smá matarboði Lasagne al íþróttaálfur . Við vorum 10 saman þannig að við pöntuðum stóran bíl til að sækja okkur heim og fara með okkur á ballið það var stuð , síðan kom bílinn aftur eftir ballið og fór með okkur niður á Nasa . Þetta var æðislegt kvöld takk fyrir Sálin þið klikkið aldrei og kæru vinir takk fyrir frábæran félagsskap .

 


Árshátíð á Akureyri

FyrirsæturJæja við erum loksins búin að drattast til að setja inn myndir frá árshátíð Ekrunnar sem fór fram á Akureyri þann 1. mars sl. Einhvern veginn minnti mig nú að myndirnar hefðu verið fleiri. Maður má víst barasta greinilega ekki sofna á vaktinni. En ferðin var meiriháttar. Þvílík schnilld.

Það eru 10 myndir í albúminu.


Sumarið að koma

Sólbað í marsJá það ber ekki á öðru en að sumarið sé bara að skella á eins og sjá má í þessari færslu. Hún Sigga mín hefur ekki haft mikinn tíma í að blogga undanfarið vegna anna í nýju (gömlu) vinnunni svo ég gat ekki stillt mig um að splæsa í eina færslu fyrir hana. Þegar ég kom heim úr vinnunni á laugardagskvöldið voru þess skýr ummerki að sumarið er komið í Hafnarfjörðinn. Alla vegar hér í Arnarhrauninu.

Þegar litið var út á sólpall kom í ljós að Sigga er búin að ná í einn sólbekk inn í kompu og er byrjuð að safna lit fyrir sumarið. Það má sko engan tíma missa. Jú, ástkona mín skellti sér í sólbað á laugardaginn í stað þess að sitja fyrir framan tölvu og blogga. Sem er jú heilbrigðara.

Skítt með að tjaldurinn hafi sést á austfjörðum fyrir helgi og lóan sé að kalla um borð úti í löndum á leið upp á klaka. Sólbekkirnir eru farnir að sjást í Hafnarfirðinum. Innan um snjóskafla. Ég splæsti í eina mynd fyrir ykkur sem ég læt fylgja með þessari færslu. Takið eftir hvíta teppinu á sólbekknum. Það vantar víst aðeins upp á hitastigið ennþá. Eeeeeen þetta er allt að koma.

Kv. Hansi.


Hæ aftur öll

Þegar maður skiptir um vinnu er brjálað að gera hjá manni , það hefur margt á daga mína drifið . Um síðustu helgi var ég í veislum  , hún Gunnhildur bauð okkur Ekru stelpum í mat á föstudagskvöld . Hún var með æðislegan forrétt , létt soðinn grænn aspas með balsamik og hráskinku . Og naut í aðalrétt . Til hennar kom Halla himintungl spákona og sagði mér að allt sem ég óska mér rættist 2010 ekki ónýtt það Tounge. Á laugardag flugum við til Akureyrar á árshátíð mikið stuð og gaman það , veðrið var mjög gott og smiðjuborgari á Bautanum klikkar ekki .  Á mánudaginn varð hún móðir mín 60 ára og fórum við saman á Mecca spa í dekur og þaðan á Holtið fengum æðislegan mat og frábæra þjónustu . Takk fyrir okkur . Meira síðar

 

Sigga  


Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband