Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Á Kanarí

Sigga a KanariJæja elskurnar mínar, núna höfum við verið á Lanzarote í heila viku og önnur vika er eftir. Mín komin með þvílíkan lit að maður maður þarf líklega að fá nýtt vegabréf. Álfurinn hefur verið duglegur að nota sólarvörn þangað til í gær, að hann prófaði einn dag án varnar. Það fór ekki vel og hann fuðraði næstum upp.

Hérna sest maður niður með bjór og fartölvu á barnum og splæsir í eina færslu. Hótelið sem við erum á, Papagayo Arena resort er sennilega flottasta hótelið sem ég hef gist á. Þetta er í raun eins og lítið þorp. Hótelið er á risastóru svæði og gengur 5 hæðir niður. Við erum á mínus fjórðu hæð. Allt er innifalið í verðinu, matur og drykkir og maður hefur varla lyft veskinu. Það kemur sér nú aldreilis vel núna, sérstaklega þegar Evran er komin í 131 krónu.

Guðbrandur frændi álfsins, og fjölskylda hans eru hérna líka. Þau vissu ekki að við ætluðum í sömu ferð og við komum þeim á óvart í Leifsstöð á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir brottför. Þau voru á öðru hóteli en þegar þau komu í heimsókn til okkar þá báðu þau strax um færslu og fluttu sig yfir á okkar hótel í gær. Nú geta krakkarnir hugsað um sig sjálfir og þurfa ekki að biðja um pening eða leyfi til að fá sér ís eða drykki. Allir með armband og geta fengið sér allt sem þá lystir hvenær sem hentar.

Jæja við splæsum inn nýjum myndum þegar við komum heim í næstu viku.  Kveðja, Sigga.


Sex in the city 2

SexCityPoster_thumbÞær eru hjá Oprah í kvöld , þetta er eins og að fá vinkonur í heimsókn .

Fór í vax í dag fyrir spánarferðina , ég og konan sem tætti hárin af mér  töluðum bara um myndina geðveikt það var eins og við hefðum alltaf þekkst og þær væru vinkonur okkar . Bilað já pínu ,en samt skemmtilegt . Sarah er ekkert smá flott í rósóttum kjól hjá  Oprah . Þær eru allar sætar .  Hætti núna verð að horfa 

Bæ bæ  


Ætli þetta flokkist undir kynferðis ofbeldi ?

Þetta er vafalítið erfitt , endurskoðandi með litla reynslu af klámmyndagerð píndur til að skoða allt safnið . Hver ætli hafi verið tilgangurinn , var verið að skoða hverjir voru leikarar ? Skil þetta ekki en þetta er eflaust kynferðis ofbeldi , vesalings fólkið
mbl.is Klám í vinnunni tekur á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex in the city

Við fórum æskuvinkonurnar í bíó á síðasta fimmtudag , Ég Benna ,Erna og, Pála . Myndin sem við sáum var Sex in the city.  Frábær  mynd og mikið sakna ég þáttanna .  Fötin maður minn geðveik . og skórnir   vá  .  Ég verð að eignast þessa mynd til  að skoða þetta  allt betur .  Grét  úr  hlátri  og líka af væmni  þannig að ég misst  pínu úr ,  sá ekkert fyrir  tárum .  Stelpur ekki missa af þessu .

sex-and-city-ladiesTakk fyrir frábæra skemmtun elsku vinkonur . Þúsund kossar .

 

HeartHeartHeartHeart

Væmna Sigga  


Jarðhræringar

geysirVið búum á landi þar sem náttúruöflin gera vart við sig . Okkur er sagt að vera viðbúin jarðskjálftum ,ofsaveðrum , kulda, engu sumri og ýmsu öðru ,samt kemur þetta okkur á óvart og við erum ekki undir þetta búin ,kannski verðum við aldrei undir þetta búin .

 

Ég veit það eitt að ég ætla að vera róleg .

 

Því svo lengi sem Sófus er heima og rólegur er allt í lagi .

Um leið og eittthvað er í vændum lætur  hann sig hverfa

Langflottastur

,ég veit ekki hvert ....Police en það veit ég að þá læt ég mig líka hverfa í öruggt skjól utandyra.

 

 Hann hvarf daginn sem skjálftinn var og vá sá var  á taugum í sólarhring á eftir ...inn ......út ....mjálmandi ,hann segir aldrei neit kann varla að mjálma .

Núna er hann Sófus

minn jarðskjálftamælir .

 

 

 

 


Yndislegur dagur

242m

 

 

Það var yndislegt að vakna í morgun ,sumarið er komið . ilmurinn af gróðrinum tók á móti mér þegar ég kom út í morgun blóminn mín heilsuðu með brosi .

Þegar í vinnunna var komið voru allir brosandi . Í hádeginu fór ég í Turninn og borðaði fínan mat og útsýnið ...það er frábært.  Aftur í vinnuna og en allir með bros á vör .

Hálsmenið hér til hliðar er það nýjasta fyrir haustið ......kannski aðeins of mikið fyrir mig  :)

 

 

 

135m Þetta er það nýjasta í armböndum fyrir haustið ....hvað er þetta með stærðina nær upp að olnboga ,

 

Nú er íþróttaálfurinn í eldhúsinu að búa til smá pizzur ala álfur

það styttist í fríið  12 dagar , nú verður talið niður .

 

 

 

 

 

 

Kveðja

Sigga  

 


Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32631

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband