Færsluflokkur: Bloggar

Íslandsmeistarasonur

IMG 0005Ég skráði mig á Facebook á dögunum og verð að segja bara eins og er að maður á það til að gleyma því að maður er með bloggsíðu hérna á Moggablogginu. Facebook er einhver mesti tímaþjófur sem ég veit um en um leið mjög sniðugt fyrirbæri. Það eru gjörsamlega allir þarna inni og maður hittir fólk sem maður hefur ekki hitt eða talað við í mörg ár. Auk þess á maður miklu oftar samskipti við vini og kunningja sem er bara gaman.

Ég skellti mér á fótboltaleik um helgina, ja hérna já, fótboltaleik. Ég og álfur fórum með ömmu til að sjá Frey taka á móti Íslandsmeistaratitlinum sem þjálfari Vals í kvennaboltanum. Til hamningju með titilinn Íslandsmeistara-sonur sæll. Það var frekar kalt og ég fór berfætt í opnum skóm og varð svoldið kalt. Ég skellti nokkrum myndum hérna inn sem við tókum á Valsvellinum í gær laugardag. Á þessari mynd hérna að ofan erum við amma og svo hún Erla tengdadóttir mín, hans Freys.

IMG 0006
Hér er svo Freyr að stjórna liðinu í leiknum gegn Stjörnunni sem Valur vann aðeins 8-0.

 IMG 0018

Hér er Gauja mamma hennar Erlu með okkur eftir leikinn .

Um kvöldið var okkur boðið í mat til Arnars og Sollu í Dejavú. Síðar um kvöldið bættist fleira gott fólk í hópinn, Valdís og Pétur og síðast en ekki síst, foreldrar Péturs sem eru mjög hress. Takk kærlega fyrir okkur þetta var mjög gaman.

Annars er mest allt gott að frétta af okkur nema hvað ég er að farast úr kvölum við herðarblaðið, það er eins og ég sé með klemmda taug eða eitthvað. Ég veit ekkert hvernig ég á að sitja eða liggja.  Meira vesenið.  Annars erum við álfurinn einskonar hetjur. Við erum nefnilega bæði hætt að reykja. Ég hætti 18. júlí og er því að ná tveimur mánuðum núna. Álfurinn hætti svo alveg að reykja 23. ágúst og náði því fjórum vikum í gær laugardag. Og það sem meira er, reykleysið gengur bara vel hjá okkur báðum. Ekkert vesen þar.

Og bara svo hérna rétt í lokin, enn og aftur til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Freyr.


Amma Sigga

Jæja nú er komið að því Ég er að verða Amma Þannig að héðan í frá verður þetta allt mun hátíðlegra .  Hvað haldið þið Kissing  Hér er mynd af krílinu  (veit ekki hvort um dreng eða stúlku er að vænta ) En íþróttaálfur örugglega  .

 

Barnabarnið 20 vikna

 

 

Fallegt er barnið eins og það á kyn til hahahahah

 

 

 

 

 

 Freyr og Erla

Hér eru hinir stoltu foreldrar  

 Barnið á að fæðast þann 5 nóv en ég held að það komi 24 okt veit ekki af hverju en mér finnst það bara , fá ömmur ekki að finna svona á sér og annað þær vita allt úpppppps , Stilltu þig grany


Homma gaman (Gay pride gleði )

Við héldum upp á þjóðhátíðardag hommans okkar með honum og vinum okkar á heimili hans . Og hér koma nokkrar skýringar á því sem þar fór fram .

IMG 0013 Þetta byrjaði allt frekar saklaust með skrúðgöngu eins og gerist á þjóðhátíðum . 

Álfurinn , Sollstar , Íris og Valdís með fánan á lofti . Hvaða maður er þetta sem vex út úr höfðinu á Álfinum ?

 

 

IMG 0016

 

 

 

Við héldum síðan upp í Árbæ til Valdísar og Péturs í Mat

hér erum við Margrét að bíða eftir matnum . Stilltar

 

 

IMG 0026

Jonna og Addi á svölunum að bíða eftir matnum

Boðið var upp á frábærar kjúklingabringur ala p´´edís og meðlæti og Írskt  kaffi á eftir .

 

 

IMG 0027 Kiddi með Írskt kaffi eitthvað svo hýr

 

IMG 0032 Þarna erum við komin í eldhúsið hjá hommanum okkar og orðin hýrari 

 

 

 

IMG 0052 Hér er Óli hommi ,Helga og Sollstar að posa svo mikið pró fólk og brjóstin maður minn það hefði liðið yfir alla aðra. 

IMG 0070

 

 

 

 

 

Óli gestgjafi og þjóðhátíðardúkka

Svona líka krútt er ekki til í fleiri eintökum . Óli þú ert æði .

IMG 0084

 IMG 0096

 

 

 

 

 

 

 

Einar Villti mætti og stelpurnar urðu eitthvað einkennilegar

 

IMG 0068

 

 

 

 

 

 

Eldhús snillingar leggja á ráðin , ef við gætum sungið þá væri þetta flott band.

Jonna KISS Maggi Grease ,Sigga sjálf og Valdís Villta .

 

IMG 0037

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er þýskumælandi RÚSSI sem er píanó leikari og fannst villuráfandi í kópavogi að leita að bæjarstjóranum og auðvitað bauð homminn honum að vera með . Gæðablóð

 

 Ég myndi brosa minnaGrin

IMG 0040

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                      Já já það var stemming og farið í leiki auðvitað , við erum ekki þekkt fyrir annað .

 

IMG 0065
 

 

 

 

 

 

 

Maggi ,Sigga ,Addi og Smá Valdís í einhverjum leik sem ég náði aldrei alveg en hann fólst í því að beygja sig á myndum .

 

IMG 0053

Skál og takk öll fyrir að vera til HeartWizard


Ættarmót Álfsins

Já ég veit að ykkur líður eins og þið séuð vanrækt ...en núna gerist það IMG 0001

Hér eru Magnús frændi álfsins sem sá um skráningu á skemmtiatriðum kvöldsins . Steinunn er dóttir Magnúsar og Carlos er hennar maður .IMG 0004

 

 

 

 

 

 

             

                                                                           Magga tengdó og Marri að skrá sig í dans keppni .

IMG 0003 Frú Steinunn og sonur hennar Guðbrandur voru með búktal . Þarna er æfingu að ljúka og allt að smella saman .

 

 

 

IMG 0002 Við talibanarnir vorum í dómnefnd

Valið var ekki einfalt og það var reynt að múta okkur með guðaveigum ,sviðakjömmum ,kleinum og öðru góðgæti  

 

IMG 0010

 

 

Meðdómari Sigrún brá á það ráð að dulbúast og vopnavæðast og gengu þá dómarastörfinn betur ...um tíma

 

 

 

IMG 0012 Fleira fólk dulbjóst líka og fann ég ekki dómara Sigúnu eftir það og er því ódæmt í keppninni

Hér eru Sigga systir Möggu ,Marri og Sigrún svolítið hýr

 

 

Takk öll aftur fyrir frábæra skemmtun og það unnu allir InLove


Að eiga of mörg börn

Það er svo skrítið að sumt fólk ákveður að eiga mörg börn , börn eru yndisleg , en að gleyma einu á flugvelli segir það okkur ekki eitthvað ? Þetta fólk á of mikið af börnum .
mbl.is Gleymdu barninu í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið er tíminn

Sorry hvað ég hef verið léleg að  blogga , það er búið að vera mikið að gera í lífinu . Núna ætla ég að segja ykkur af því í stórum dráttum .

Eftir  Þórsmörk  var haldið  á ættarmót  hjá álfinum og  gleymdi ég myndavél , ættarmótið var mjög skemmtilegt  en veðrið var hræðilegt og mun  ég ekki fara í Sick tjald  nema  auðvitað inn í  mörk . Það rigndi og rigndi og ég er ekki gerð fyrir svona óþægindi , álfurinn elskar þettaWizard ,ég er meira  svona 5 stjörnu manneskja . 

Helgina þar á eftir vorum við með matarboð og þar bauð Óli kóngur upp á hreindýr í aðalrétt og keilu í forrétt , þetta var frábær matur og takk öll þið eruð æði . Verslunarmannhelgin var róleg og það má segja að ég hafi verið ein heima með Sófusi , Birkir var í eyjum og álfurinn að vinna . Ég tók til í skápum og slappaði af ,það þarf stundum að gera það líka .

Veðrið hefur verið yndislegt og hef ég notið þess í botn að geta verið úti og dundað mér . Mér finnst svo yndislegt þegar veðrið er lygnt og hægt er að kveikja á kertum úti þegar skyggja tekur það er einhver rómantík í því InLove

Kveðja 

Sigga  


Þórsmörk 2008

Þórsmörk2008 stelpurÉg og álfurinn vorum að koma úr frábærustu útilegu ársins Þórsmerkur ferð DejáVu  Group . Frábær félagsskapur yndislegs fólks sem svo sannarlega kann að skemmta sér og öðrum . Hér erum við dísirnar 3 í stuði . 

Við komum inn í Slyppugil á fimmtudag og vorum fram á Sunnudag við gleði söng og góðan mat ...og söngur 2008eitthvað aðeins af víni .  

Hér eru tveir snillingar að skemmta okkur öllum með spili og söng .

Veðrið var frábært og fengum við sól og aftur sól ..

Já það var sól allan tíman mikið vantaði mig nú sól eða þannig .

Ég brann aðeins á öðrum fætinum og í framan , vildi bara segja ykkur það , brann ekkert á Spáni . Gasp 

Það var þó ansi kalt á nóttinni , en þá klæðir maður sig bara í hlý föt ekki rétt. 

Drottningar 2008

 Hér erum við nokkrar drottningar í stuði .

Maturinn var frábær og allur aðbúnaður til fyrirmyndar enda sér álfurinn vel um sína útilegudrottningu ( verð það seint ) Ég er meira svona þæginda dýr ,þarf að hafa allt af öllu . En þarna var frábært og séð fyrir öllu .

 

Takk Déjáar fyrir að vera til

Nú byrjar maður að telja niður í næsta hitting

 

Ganga 2008 Bara svo að fólk haldi ekki að þetta sé einhver fyllirishópur                                                                     þá förum við líka í göngu og stundum útivist Blush


Komin heim

IMG 0107Þá erum við komin heim úr sólinni og hitanum á Lanzarote. Lentum í Keflavík klukkan hálf fjögur í nótt og vorum að skríða inn úr dyrunum í Hafnarfirði um klukkan fimm. Við steinsváfum fram að hádegi og höfum verið á fullu í dag að taka upp úr töskum, setja í margar þvottavélar, hengja upp, þrífa heimilið, versla í matinn og nú þegar er byrjaður undirbúningur að Þórsmerkurútilegunni sem hefst hjá okkur á föstudagsmorgun.

Við þráðum svo heitt að fá alvöru kaffi eftir ógeðið sem þeir gera í Spánarumdæmi og það var eitt af fyrstu verkum dagsins að laga kaffi á heimamátann. Það eina sem Spánverjarnir kunna að gera almennilega, kaffi-lega séð er Iris Coffee. Það var pantað nokkrum sinnum.

Svo eldaði álfurinn alíslenskan kvöldmat samkvæmt hinum alræmda fisk-söknuði eftir gourmet veislu á hverjum degi í tvær vikur. Í kvöld var sem sagt borðað ýsu og saltfisk með karftöflum og hamsatólg, rúgbrauði með smeri og íslenskri nýmjólk í kvöldmatinn. Jöööömmmmííí. Geggjað.

Þessar tvær vikur í sælunni á Lanzarote er pottþétt það sem ég mæli með eftir erfiðan og veðurþungan vetur. Algerlega nauðsynlegt. Maður er gjörsamlega endurnærður með sól í kroppnum fyrir allan gjaldeyrinn. Ekki einn einasti dagur var sólarlaus, það var reyndar mistur í nokkra daga í seinni vikunni en sólin var jafnsterk þrátt fyrir það, meira að segja lúmskari. Sumir vanmátu mistrið og brunnu, en ekki við, ónei, enda vön manneskja á ferð. Ég passaði vel upp á að álfurinn bæri á sig vörn enda hafði tengdó tekið af mér það loforð áður en við fórum. Af gamalli reynslu hennar. Það var einn daginn sem hann óhlýðnaðist og fékk líka að kenna á því. Hann skiptir nú um ham eins og fiskur og það má rekja skinnslóðina eftir hann.

Við höfum nú alveg verið duglegri við myndatökur í utanlandsferðum en það á sér mjög eðlilega skýringu. Við máttum nefnilega ekkert vera að neinu öðru en að liggja í sólbaði og drekka svalandi drykki af barnum. Ég ætla ekkert að fara út í það hvort okkar er brúnna. Álfurinn er orðinn svoldið þreyttur á því að ég sé alltaf að bera handlegginn upp að honum til samanburðar.Devil Hann hélt nú upp á 35 ára afmælið úti um helgina svo ég má ekki vera leiðinleg.Halo

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir í albúmið. Þið getið SKOÐAÐ ÞÆR HÉRNA !


Á Kanarí

Sigga a KanariJæja elskurnar mínar, núna höfum við verið á Lanzarote í heila viku og önnur vika er eftir. Mín komin með þvílíkan lit að maður maður þarf líklega að fá nýtt vegabréf. Álfurinn hefur verið duglegur að nota sólarvörn þangað til í gær, að hann prófaði einn dag án varnar. Það fór ekki vel og hann fuðraði næstum upp.

Hérna sest maður niður með bjór og fartölvu á barnum og splæsir í eina færslu. Hótelið sem við erum á, Papagayo Arena resort er sennilega flottasta hótelið sem ég hef gist á. Þetta er í raun eins og lítið þorp. Hótelið er á risastóru svæði og gengur 5 hæðir niður. Við erum á mínus fjórðu hæð. Allt er innifalið í verðinu, matur og drykkir og maður hefur varla lyft veskinu. Það kemur sér nú aldreilis vel núna, sérstaklega þegar Evran er komin í 131 krónu.

Guðbrandur frændi álfsins, og fjölskylda hans eru hérna líka. Þau vissu ekki að við ætluðum í sömu ferð og við komum þeim á óvart í Leifsstöð á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir brottför. Þau voru á öðru hóteli en þegar þau komu í heimsókn til okkar þá báðu þau strax um færslu og fluttu sig yfir á okkar hótel í gær. Nú geta krakkarnir hugsað um sig sjálfir og þurfa ekki að biðja um pening eða leyfi til að fá sér ís eða drykki. Allir með armband og geta fengið sér allt sem þá lystir hvenær sem hentar.

Jæja við splæsum inn nýjum myndum þegar við komum heim í næstu viku.  Kveðja, Sigga.


Sex in the city 2

SexCityPoster_thumbÞær eru hjá Oprah í kvöld , þetta er eins og að fá vinkonur í heimsókn .

Fór í vax í dag fyrir spánarferðina , ég og konan sem tætti hárin af mér  töluðum bara um myndina geðveikt það var eins og við hefðum alltaf þekkst og þær væru vinkonur okkar . Bilað já pínu ,en samt skemmtilegt . Sarah er ekkert smá flott í rósóttum kjól hjá  Oprah . Þær eru allar sætar .  Hætti núna verð að horfa 

Bæ bæ  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband