Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Eyrún takk fyrir frábært partý

Já hún Eyrún hélt upp á 30 ára afmælið sitt í gær , það átti að vera þann 3.nóv en þá veiktist Ari daginn fyrir og þurfti því að fresta því ( hann segir að það hafi verið vegna álags en við vitum öll að þetta var bara athyglissýki )  hahaha. Boðið var upp á fínar veitingar Mohito og rautt og hvítt og fullt að smáréttum .

Mikið gaman , dansað, hlegið og fíflalætinn voru ekki ódýr.


Jólahlaðborð daginn eftir ....

Já við fórum prúðbúin á Jólahlaðborð með vinnunni minni  .  Félagsskapurinn var góður og allir í hátíðarskapi . Salurinn á hótel Íslandi var komin í jólabúning , en það voru engin jólalög spiluð þegar inn var komið skrítið að heyra svífur yfir esjuna og aðra góða slagara .. jú þetta var nú einu sinni jólahlaðborð .  Fordrykkur var borin fram við komu ... síðan hófst borðhald . Einhver þykkasta súpa sem ég hef bragðað og séð henni var skilað ... farið var á sviðið eftir forrétti .. þar var margt misjafnt .

Aðalrétturinn segjum bara að kalkúnninn var bestur .

Þá kemur ruglið eftirréttir bornir fram örugglega allt í lagi en mig langaði bara í kaffi já það er ekki til frásögu færandi nema afþví að það átti að rukka mig 250 kr fyrir bollan ... Halló miðin kostar 9000 og það átti að rukka sér fyrir kaffið . Tók það ekki í mál og komst upp með það .

 

Friðrik Ómar  og Jogvan stóðu sig vel og þetta var þokkaleg skemmtun .

 


Birkir 18ára

Fyrir 18 árum þann 24 nóvember kl 18.10 fæddist í Reykjavík drengur , fullfrískur og fallegur . Hann hefur alltaf verið duglegur og sjálfstæður og farið sýnar eigin leiðir . Skemmtilegur er hann ,en getur líka verið sá leiðinlegasti en maður fyrirgefur allt . Núna er hann orðin sjálfráða en hann verður alltaf litli drengurinn minn . Til Hamingju með daginn gullið mitt

George Michael Show

 

Þeir Friðrik og Jogvan verða á Jólahlaðborðinu ........ætli útlitið verði eins .

Takið eftir hárgreiðslunni þetta er yndislegt .

Maður hefur nú grenjað og vangað með þessu í gegnum tíðinna .

George michael careless whisper live on french tv 1984 rare

 

Til að koma okkur í gírinn fyrir kvöldið http://youtube.com/watch?v=clamtepUppI&feature=related

 

 


Þakkargjörðardagur

Ég er að fara á jólahlaðborð í kvöld , mikið um mat og ég á eflaust eftir að borða á mig gat . Skrítið hvernig maður hugsar , var að hlusta á Ísland í bítið og þar var maður að segja frá þakkargjörðardeginum í henni Ameríku .

Hann var en að jafna sig síðan í gær enda var eldaður 12kg Kalkúnn á 100kr kg ..... í dag hefjast svo útsölur á fuglinum og fer kg niður í 28kr ...... Blush

Ég hugsaði ætli verði nægur kalkúnn á hlaðborðinu í kvöld ....

 

Matseðill kvöldsins:

Súpa: púrtvínstónuð sveppasúpa borin fram heit úr eldhúsi.Kaldir réttir: laxapaté, rauðvínsmarenaðar unghanabringur, kjúklingaterrine/m pistasíum og villisveppum,Napolí skinka, sjávarréttapaté,rækjur og krabbakjöt í mango, léttreyktur lax,grafinn lax, úrval síldarrétta, smjörbakaður  lax, villibráðapaté,frönsk sveitaskinka, hangikjöt m/uppstúf og laufabrauði.HaloFramreitt í sal: svínapurusteik, appelsínugljáð kalkúnasteik og villikryddaður lambavöðvi.InLove

Úrval af brauði, heitum og köldum sósum, kartöflum og viðeigandi meðlæti með hverjum rétti. Stórkostlegt eftirréttahlaðborð, sem meðal annars inniheldur  ís,ávexti og jólahrísgrjónabúðing.Kissing

Umræðan undanfarið hefur snúist um of stóra skammta og ég er nokkuð viss um að ég og Íþróttaálfurinn eigum eftir að vera hálf meðvitundarlaus eftir matinn í kvöld .Sleeping


Hugsum aðeins það eru ekki allir eins

Hvað er að gerast í heiminum, hvað er að unglingunum okkar, af hverju eru þeir að fremja fjöldamorð í svo mörgum löndum?Þegar að ég spurði þessara spurningar fékk ég þetta video í hendurnar: The Drugging of our Children http://video.google.com/videoplay?docid=-3609599239524875493&hl=en Þetta video er um það hvernig “við” erum að dæla lyfjum í börnin okkar og hvað það er að gera við börnin okkar. Á fjörtíu og sjöttu mínútu fékk ég hroll, hvað hef ég gert barninu mínu og hvað hef ég hugsað um að gera honum?Ég setti barnið mitt á Ritalin vegna þess að skólinn og BUGL þrýstu á mig. Ég tók hann af lyfinu þegar að ég sá að hann var að fá hræðilegar martraðir, ég gat ekki horft upp á það. Mér var bent á það af starfsfólki skólans og læknum á BUGL að það væru til önnur lyf sem að hægt væri að prufa, ég sagði nei og aftur nei, ég gaf mig ekki. Mikið rosalega er ég fegin núna,.  Auðvitað þurfa sumir á lyfjum að halda, en hverjir..... Af hverju ættu öll börn að vera eins? Af hverju ættu öll börn að geta verið kyrr í stólnum sínum allan daginn í skólanum?  Munum við sjá börnin okkar drepa hvort annað í skólunum á Íslandi eftir nokkur ár?  Gefðu þér tíma til að horfa á þetta video! Hugsum málið,

Viðbjóður

Guðmundur Rúnar Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður
Ástæða þessa erindis míns kemur ekki til af góðu en ég tel rétt að allir fái að vita af þessu og hafi til hliðsjónar.
 
Ég fór í fíkniefnaleit með hundinn minn í ónefndan verslunarkjarna og eðli málsins samkvæmt beindist sú leit mikið til að almenningssalernum sem þar eru.  Það sem vakti athygli mína var það að hundurinn minn sýndi 3 klósettrúlluhöldurum áhuga og var klósettpappír inni í þeim öllum.  Ég benti öryggisverðinum sem fylgdi mér á þetta og sagði hann mér að það hafi komið þó nokkrum sinnum að starfsmenn sem vinna við þrif hafi fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur og þá hafi einnig komið fyrir að áðurnefndir fíkniefnaneytendur hafi, eftir að hafa sprautað sig, stungið nálunum upp í gegn um klósettrúllurnar til að hreinsa þær og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum.   Þetta vakti með mér óhug og spurningar og mér finnst rétt að þið vitið af þessu. 

Nú er svo komið að fólk verður að finna aðrar leiðir . Eina leiðin til að vera öruggur er að vera heima . Maður er sektaður sé það gert úti . Og maður á von á því að smitast af lífshættulegum sjúkdómum noti maður almenningssalerni .

Heimur versnandi fer .
 


Myrkur

Myrkur er líka fallegt . Ok við töpuðum leiknum en stóðum okkur samt ágætlega . Ég er ekki búin að skoða lottóið  þannig að það er en von LoL

Ísland /Danmörk

Það er svo skrítið með mig að innst inni ....veit það ekki raunhæft (Danir fleiri og sagðir betri, Eiður Smári ekki með ), en ég  hugsa að strákarnir vinni þennan leik , en samt leyfi ég mér að finnast það ...við  gætum það alveg .

Ég segi þetta engum en ég held samt að leikurinn fari 1-0 fyrir okkur .

Hef ekki huns vit á þessu en svona er þetta nú samt . Sjáum til .  

 

Kannski er ég brjáluð eða bara svona brjálæðislega mikill bjartsýnismanneskja , held að bæði sé ágæt.

 

Hver kaupir ekki Lottó og ætlar að vinna , ég ætla að vinna í lottó í kvöld . . Ef maður trúir ekki gerist ekkert.

GrinVerum bjartsýn og brosum framan í heiminn.


Fallegur dagur

Fór að heiman í myrkri , en aldrei þessu vant kom heim í björtu . Veðrið er yndislegt, hugsaði um það alla leið heim hversu frábært væri nú að eiga hund hefði ég þá afsökun til að fara út að ganga.. þvílík afsökun ,. Á Sófus (skógarköttur ) sem gengur með mér þegar ég hætti mér út . Íþróttaálfurinn (Sambýlismaðurinn )er líka heima hann hefði eflaust viljað ganga með mér . Unglingurinn (yngri drengurinn) er líka heima ..en hefði ekki tekið í mál að ganga með mér . Steig út úr bílnum fyrir utan heima þvílíkur kuldi ( fór reyndar að heiman í stuttpilsi og þykkum sokkabuxum ) OK það var sól en skít kalt . Þegar inn var komið var stefnan tekin á það að skoða frystikistuna sem tilvonandi tengdapabbi lét okkur hafa ( sagði að hún væri lítill ) hún fyllir út í  þvottahúsið. Íþróttaálfurinn er búinn að ræða við frúna sem við deilum þvottahúsinu með og fékk leyfi fyrir gripnum . Ekkert úr gönguferð, Sófus liggur á hjónarúminu og hefur engan áhuga á göngu , Íþróttaálfurinn er að undirbúa sig og okkur fyrir landsleik Ísland -Danmörk . Panta pizzu sækja pizzu . Unglingurinn NEI . Þannig að nú væri gott að eiga hund .  


« Fyrri síða

Höfundur

Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Sigríður Þóra Magnúsdóttir
Ég er ég og verð alltaf .

Nýjustu myndir

  • ...donna_karen
  • ...nna_wintour
  • ...ne_roitfeld
  • ...g_kate_moss
  • ...moss_879728

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 32431

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband